Nuddari viðurkenndi kynferðisbrot í textaskilaboðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 15:45 Ioseb braut á konunni á heimili hennar á meðan dæturnar sváfu í öðru herbergi. Getty Nuddarinn Ioseb Gogiashvili hefur verið dæmdur til tveggja ára fangelsis fyrir kynferðisbrot gegn konu á heimili hennar. Ioseb flúði land en var handtekinn og framseldur til Íslands. Brotið átti sér stað þann 5. janúar árið 2021 á heimili konunnar á meðan dætur hennar sváfu í sínum herbergjum. Kyssti hann bak hennar, nuddaði á milli rasskinna og kynfæri utanklæða. Þá setti hann einnig fingur sína inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Konan hafði leitað að nuddara sem gæti komið í heimahús þar sem allar nuddstofur voru lokaðar vegna samkomutakmarkana í heimsfaraldrinum. Ioseb hafði auglýst þjónustu sína sem nuddari á Facebook undir nafninu „Joseph moblie therapist.“ Sömdu þau um að hann kæmi til hennar að nudda klukkan 22:00 um kvöldið. Óskaði hún eftir klukkutíma íþróttanuddi og hálftíma slökunarnuddi á eftir. Klemmdi fæturna saman Konan lýsti því að hafa fengið risahnút í magann þegar hún fann að Ioseb var byrjaður að nudda á milli rasskinna sinna og á innanverðum lærunum. En hún lá á bekknum, einungis í g-strengs nærbuxum með lak á sér. „Kveðst brotaþoli telja að ákærði hafi stungið einum eða tveimur puttum inn í leggöng hennar og dregið þá út og inn. Hafi ákærði einnig kysst á henni bakið,“ segir í dóminum. Hafi hún þá orðið hrædd um bæði sjálfa sig og dæturnar sem sváfu í nálægu herbergi. Þetta hafi staðið yfir í um fimm til tíu mínútur. Hún sagðist ekki hafa beðið hann að hætta en klemmdi saman fæturna, spurði hvað klukkan væri. Hætti hann þá nuddinu en hún pantaði leigubíl fyrir hann og greiddi fyrir. Sagðist hafa hafnað kynlífi Í skýrslutöku viðurkenndi Ioseb að hafa hvorki dvalarleyfi né atvinnuleyfi á Íslandi. En hann hefði áratuga reynslu sem nuddari með Thai jóga og sænskri aðferð. Hann nuddaði börn og fjölskyldur, foreldra, ömmur og afa. Ioseb var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hafði verið framseldur frá ótilgreindu landi.Vísir/Vilhelm Sagðist hann hafa í slökunarnuddinu einbeitt sér að punktum mjög neðarlega við rasskinnar sem væri mikilvægt. Sagði hann konuna hafa glennt sundur fætur og viljað njóta ásta með honum sem hann hafi afþakkað. Hún hafi verið að hristast á borðinu en hann hafi aðeins viljað veita fagmannlegt nudd. Neitaði hann því að hafa snert einkastaði konunnar. Viðurkenning í textaskilaboðum Í málinu lágu fyrir ýmis gögn svo sem greinargerð frá fjölskyldu og áfallamiðstöðinni Lausninni og vottorð sálfræðings um trúverðugan framburð konunnar. Einnig textaskilaboð á milli Ioseb og hennar eftir að brotið átti sér stað. Þar stóð meðal annars: Konan: „Finnst þér þetta vera fagmannlegt?“ og „... þú vildir að ég segði vinum mínum frá þér?“ Ioseb: „Humm, mest allan tímann vann ég fagmannlega, ekki satt.“ Konan: „Að mestu, já, en hvað með lokin?“ Ioseb: „Ég tók einhver lyf til að binda endi á, stöðva tilfinningar mínar og lim, ég stend beinn. ... Ég held ... Ég biðst afsökunar. ... Ef í lok nuddtímans ég nuddaði kynfæri þín. ... En það er svo notalegt stundum. ... Þú ert svo falleg og enginn getur skrúfað fyrir sjálfan sig. ... En ég get það.“ Konan: „Gerirðu það yfirleitt? ...Nudda kynfæri?“ Ioseb: „Ég vil bara að þú vitir að ég hef verið nuddari í 25 ár og unnið í Moskvu, Dúbaí, Istanbúl, Melbourne o.s.frv. o.s.frv.og aldrei vikiðfrá fagmannlegri snertingu,það gerist svo sjaldan að ég geri það en það fer ekki á skrá og verður falið leyndarmál, en eins og ég sagði þér þá myndi ég dýrka það að vera einkanuddarinn þinn ...“ Konan: „Og þú fórstmeð puttann inní leggöng mín“. Ioseb: „Ég biðst margfaldlega afsökunar, kæra A, ég vinn bara mitt verk, fagmannlegt nudd, bara ef þú vilt fá nudd á kynfærin líka get ég gert það aftur. Þau eru líka hluti líkamans, ekki satt?“ Og síðar: Konan: „Ég vildi ekki að þú gerðir það ...“ Ioseb: Þegar ég þarf að nudda heila fjölskyldu 2-4 manns þá tek ég lyf til að stöðva liminn, þú hefur ekki hugmynd um hvað þetta er erfitt verk.“ Konan: „En þú fórst inn í leggöng mín ... Hvers vegna?“ Ioseb: „Ég biðst margfaldlega afsökunar. ... Enn og aftur, ég iðrast. ... En stundum er nudd á kynfærin líka gott.“ Flúði land en var framseldur Héraðsdómur Reykjaness taldi frásögn konunnar trúverðuga og stöðuga. Þá sjáist í textaskilaboðunum að Ioseb hafi gengist við háttsemi sinni. Þá þótti vitnisburður hans og skýringar afar ótrúverðugar. Í dóminum kemur fram að málið hafi dregist nokkuð. Einkum vegna þess að Ioseb yfirgaf landið þrátt fyrir farbann lögreglustjóra. Var gefin út handtökuskipun á hendur Ioseb í ótilgreindu landi, hann handtekinn og framseldur. Hefur Ioseb sætt gæsluvarðhaldi frá 17. mars síðastliðnum og dregst sá tími frá tveggja ára fangelsisdómi. Að auki þarf Ioseb að greiða samtals 2,25 milljón krónur í lögfræði og málskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Brotið átti sér stað þann 5. janúar árið 2021 á heimili konunnar á meðan dætur hennar sváfu í sínum herbergjum. Kyssti hann bak hennar, nuddaði á milli rasskinna og kynfæri utanklæða. Þá setti hann einnig fingur sína inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Konan hafði leitað að nuddara sem gæti komið í heimahús þar sem allar nuddstofur voru lokaðar vegna samkomutakmarkana í heimsfaraldrinum. Ioseb hafði auglýst þjónustu sína sem nuddari á Facebook undir nafninu „Joseph moblie therapist.“ Sömdu þau um að hann kæmi til hennar að nudda klukkan 22:00 um kvöldið. Óskaði hún eftir klukkutíma íþróttanuddi og hálftíma slökunarnuddi á eftir. Klemmdi fæturna saman Konan lýsti því að hafa fengið risahnút í magann þegar hún fann að Ioseb var byrjaður að nudda á milli rasskinna sinna og á innanverðum lærunum. En hún lá á bekknum, einungis í g-strengs nærbuxum með lak á sér. „Kveðst brotaþoli telja að ákærði hafi stungið einum eða tveimur puttum inn í leggöng hennar og dregið þá út og inn. Hafi ákærði einnig kysst á henni bakið,“ segir í dóminum. Hafi hún þá orðið hrædd um bæði sjálfa sig og dæturnar sem sváfu í nálægu herbergi. Þetta hafi staðið yfir í um fimm til tíu mínútur. Hún sagðist ekki hafa beðið hann að hætta en klemmdi saman fæturna, spurði hvað klukkan væri. Hætti hann þá nuddinu en hún pantaði leigubíl fyrir hann og greiddi fyrir. Sagðist hafa hafnað kynlífi Í skýrslutöku viðurkenndi Ioseb að hafa hvorki dvalarleyfi né atvinnuleyfi á Íslandi. En hann hefði áratuga reynslu sem nuddari með Thai jóga og sænskri aðferð. Hann nuddaði börn og fjölskyldur, foreldra, ömmur og afa. Ioseb var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hafði verið framseldur frá ótilgreindu landi.Vísir/Vilhelm Sagðist hann hafa í slökunarnuddinu einbeitt sér að punktum mjög neðarlega við rasskinnar sem væri mikilvægt. Sagði hann konuna hafa glennt sundur fætur og viljað njóta ásta með honum sem hann hafi afþakkað. Hún hafi verið að hristast á borðinu en hann hafi aðeins viljað veita fagmannlegt nudd. Neitaði hann því að hafa snert einkastaði konunnar. Viðurkenning í textaskilaboðum Í málinu lágu fyrir ýmis gögn svo sem greinargerð frá fjölskyldu og áfallamiðstöðinni Lausninni og vottorð sálfræðings um trúverðugan framburð konunnar. Einnig textaskilaboð á milli Ioseb og hennar eftir að brotið átti sér stað. Þar stóð meðal annars: Konan: „Finnst þér þetta vera fagmannlegt?“ og „... þú vildir að ég segði vinum mínum frá þér?“ Ioseb: „Humm, mest allan tímann vann ég fagmannlega, ekki satt.“ Konan: „Að mestu, já, en hvað með lokin?“ Ioseb: „Ég tók einhver lyf til að binda endi á, stöðva tilfinningar mínar og lim, ég stend beinn. ... Ég held ... Ég biðst afsökunar. ... Ef í lok nuddtímans ég nuddaði kynfæri þín. ... En það er svo notalegt stundum. ... Þú ert svo falleg og enginn getur skrúfað fyrir sjálfan sig. ... En ég get það.“ Konan: „Gerirðu það yfirleitt? ...Nudda kynfæri?“ Ioseb: „Ég vil bara að þú vitir að ég hef verið nuddari í 25 ár og unnið í Moskvu, Dúbaí, Istanbúl, Melbourne o.s.frv. o.s.frv.og aldrei vikiðfrá fagmannlegri snertingu,það gerist svo sjaldan að ég geri það en það fer ekki á skrá og verður falið leyndarmál, en eins og ég sagði þér þá myndi ég dýrka það að vera einkanuddarinn þinn ...“ Konan: „Og þú fórstmeð puttann inní leggöng mín“. Ioseb: „Ég biðst margfaldlega afsökunar, kæra A, ég vinn bara mitt verk, fagmannlegt nudd, bara ef þú vilt fá nudd á kynfærin líka get ég gert það aftur. Þau eru líka hluti líkamans, ekki satt?“ Og síðar: Konan: „Ég vildi ekki að þú gerðir það ...“ Ioseb: Þegar ég þarf að nudda heila fjölskyldu 2-4 manns þá tek ég lyf til að stöðva liminn, þú hefur ekki hugmynd um hvað þetta er erfitt verk.“ Konan: „En þú fórst inn í leggöng mín ... Hvers vegna?“ Ioseb: „Ég biðst margfaldlega afsökunar. ... Enn og aftur, ég iðrast. ... En stundum er nudd á kynfærin líka gott.“ Flúði land en var framseldur Héraðsdómur Reykjaness taldi frásögn konunnar trúverðuga og stöðuga. Þá sjáist í textaskilaboðunum að Ioseb hafi gengist við háttsemi sinni. Þá þótti vitnisburður hans og skýringar afar ótrúverðugar. Í dóminum kemur fram að málið hafi dregist nokkuð. Einkum vegna þess að Ioseb yfirgaf landið þrátt fyrir farbann lögreglustjóra. Var gefin út handtökuskipun á hendur Ioseb í ótilgreindu landi, hann handtekinn og framseldur. Hefur Ioseb sætt gæsluvarðhaldi frá 17. mars síðastliðnum og dregst sá tími frá tveggja ára fangelsisdómi. Að auki þarf Ioseb að greiða samtals 2,25 milljón krónur í lögfræði og málskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira