Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júlí 2023 19:01 Eva segir stjórnvöld verða að taka ábyrgð á konunni og syni hennar. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan en þar var einnig fyrrum talsmaður konunnar, Eva Hauksdóttir, sem sagðist ekki hafa átt von á því að málið myndi ganga svo langt. Lögreglan var við húsið í um klukkustund. Vísir/Lovísa „Þau eiga ekki í nein hús að venda og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem er komin upp. Hún dró umsókn sína til baka og ætlaði að fara til Ítalíu en þau vilja ekki taka við henni. Útlendingastofnun vill ekki taka ábyrgð á henni,“ sagði Eva og að öryggisvörður í húsnæðinu hefði sagt henni að skipunin um að bera þau út hefði komið frá Útlendingastofnun. „Það er engin að taka ábyrgð á þessu og lögreglan spurði mig hvort ég vildi taka hana heim til mín. Það er ríkið sem ber ábyrgð á þessu og það er ekki hægt að gera einstaklinga ábyrga fyrir því að stofnanir ríkisins standi sig ekki.“ Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu getur stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flogið með hana þangað aftur. Klippa: Hættu við að bera afganska konu og son hennar út Eva er lögmaður og hefur í dag vakið athygli á máli konunnar en lögreglumennirnir tilkynntu henni fyrir utan að konan yrði ekki borin út í dag. „En ég veit í raun ekkert hvort að þau hafi náð sambandi við Útlendingastofnun. Hún er örugg hér í nótt og svo verðum við að sjá hvað gerist,“ sagði Eva eftir að lögreglan fór af vettvangi. Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Ítalía Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan en þar var einnig fyrrum talsmaður konunnar, Eva Hauksdóttir, sem sagðist ekki hafa átt von á því að málið myndi ganga svo langt. Lögreglan var við húsið í um klukkustund. Vísir/Lovísa „Þau eiga ekki í nein hús að venda og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem er komin upp. Hún dró umsókn sína til baka og ætlaði að fara til Ítalíu en þau vilja ekki taka við henni. Útlendingastofnun vill ekki taka ábyrgð á henni,“ sagði Eva og að öryggisvörður í húsnæðinu hefði sagt henni að skipunin um að bera þau út hefði komið frá Útlendingastofnun. „Það er engin að taka ábyrgð á þessu og lögreglan spurði mig hvort ég vildi taka hana heim til mín. Það er ríkið sem ber ábyrgð á þessu og það er ekki hægt að gera einstaklinga ábyrga fyrir því að stofnanir ríkisins standi sig ekki.“ Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu getur stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flogið með hana þangað aftur. Klippa: Hættu við að bera afganska konu og son hennar út Eva er lögmaður og hefur í dag vakið athygli á máli konunnar en lögreglumennirnir tilkynntu henni fyrir utan að konan yrði ekki borin út í dag. „En ég veit í raun ekkert hvort að þau hafi náð sambandi við Útlendingastofnun. Hún er örugg hér í nótt og svo verðum við að sjá hvað gerist,“ sagði Eva eftir að lögreglan fór af vettvangi.
Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Ítalía Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00
Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02