Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2023 20:31 Félagarnir Hrafnkell Máni og Snorri á kassabílnum, sem þeir smíðuðu sjálfir. Snorri tekur hér á móti árnaðaróskum í símanum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira