Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:59 Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. EPA/CAROLINE BREHMAN Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna áfrýjaði í gær úrskurði dómara um að Microsoft mætti kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023 Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023
Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira