„Frammistaðan gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júlí 2023 22:31 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Fylkir tapaði naumlega gegn Val á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-1 í kvöld. Fylkismenn voru heilt yfir betra liðið og sköpuðu sér mörk marktækifæri sem þeim tókst ekki að nýta. „Ég er bara hrikalega stoltur af frammistöðu liðsins, við vorum hrikalega öflugir í dag. Fáum á okkur aulamörk, finnst mér, algjör óþarfi. Bæði í fyrsta markinu ... og svo skotið utan af teig [seinna markið] sem við hefðum átt að koma í veg fyrir.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir leik. Hann segir sitt lið hafa spilað vel í dag og ekki gefið Valsmönnum færi á sér, en var svekktur með færanýtingu liðsins og þótti úrslit leiksins ekki endurspegla hvort liðið hafi spilað betur. „Valsmenn sköpuðu ekki mörg færi í þessum leik, fengu ekkert tækifæri til þess. Aftur á móti fáum við þrjú, fjögur jafnvel opin færi í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að skora úr. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, mér finnst það ekki.“ Fylkir sitja í 11. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir. Þjálfarinn er þó bjartsýnn á framhaldið. „Frammistaðan gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar, ef við höldum áfram að spila svona, þá kvíði ég engu.“ Síðustu þrír leikir Fylkis hafa verið gegn efstu þremur liðum deildarinnar, næst spilar liðið við HK á heimavelli. Þrátt fyrir að mæta slakari andstæðingum þýðir ekkert að gefa eftir í baráttunni,“ segir Rúnar. „Allir þessir leikir eru drulluerfiðir, við þurfum að hafa helvíti mikið fyrir þeim og þurfum að leggja okkur svona mikið fram til þess að fá eitthvað út úr þessu, alveg sama hvað liðin heita.“ „Nú erum við búnir að mæta toppliðum með geggjaðan mannskap og nú förum við að mæta liðum sem eru nær okkur í töflunni... við getum byggt rosalega mikið á þessari frammistöðu í þessum leikjum á móti toppliðunum. En við fáum ekkert ókeypis í þessu,“ sagði Rúnar Páll að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af frammistöðu liðsins, við vorum hrikalega öflugir í dag. Fáum á okkur aulamörk, finnst mér, algjör óþarfi. Bæði í fyrsta markinu ... og svo skotið utan af teig [seinna markið] sem við hefðum átt að koma í veg fyrir.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir leik. Hann segir sitt lið hafa spilað vel í dag og ekki gefið Valsmönnum færi á sér, en var svekktur með færanýtingu liðsins og þótti úrslit leiksins ekki endurspegla hvort liðið hafi spilað betur. „Valsmenn sköpuðu ekki mörg færi í þessum leik, fengu ekkert tækifæri til þess. Aftur á móti fáum við þrjú, fjögur jafnvel opin færi í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að skora úr. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, mér finnst það ekki.“ Fylkir sitja í 11. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir. Þjálfarinn er þó bjartsýnn á framhaldið. „Frammistaðan gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar, ef við höldum áfram að spila svona, þá kvíði ég engu.“ Síðustu þrír leikir Fylkis hafa verið gegn efstu þremur liðum deildarinnar, næst spilar liðið við HK á heimavelli. Þrátt fyrir að mæta slakari andstæðingum þýðir ekkert að gefa eftir í baráttunni,“ segir Rúnar. „Allir þessir leikir eru drulluerfiðir, við þurfum að hafa helvíti mikið fyrir þeim og þurfum að leggja okkur svona mikið fram til þess að fá eitthvað út úr þessu, alveg sama hvað liðin heita.“ „Nú erum við búnir að mæta toppliðum með geggjaðan mannskap og nú förum við að mæta liðum sem eru nær okkur í töflunni... við getum byggt rosalega mikið á þessari frammistöðu í þessum leikjum á móti toppliðunum. En við fáum ekkert ókeypis í þessu,“ sagði Rúnar Páll að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira