Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 19:22 Mennirnir hættu sér nálægt gosinu. Tómas Guðbjartsson Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. „Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira