Hið smokklausa 9 daga sumar Gunnar Dan Wiium skrifar 10. júlí 2023 12:00 Á hverju ári kem ég til Kaupmannahafnar og er þar í viku eða tvær. Ég vafra um á kassa hjólinu og heimsæki staði og vini. Í gær hjóluðum við um 100 kílómetra, Vesterbro-Langelinie-Norrebro-Vesterbro-Christania-Orested-Vesterbro, geggjaður 12 tíma túr. Við bjuggum hérna í tæp fimmtán ár, eignuðumst vini og bjuggum okkur til heimili. Svo fluttum við heim til Íslands og erum búin að vera þar í 9 ár núna. Í hvert skiptið sem ég kem til Köben hellist yfir mig söknuður sem lýsir sér þannig að ég sé það jákvæða við að búa hér, (og já, elementið eða elementin sem ég sé hér sé ég líka á öðrum slóðum, öðrum löndum) og ég fer að sjá það neikvæða sem ég upplifi í íslensku samfélagi. Svo skrifa ég pósta og statusa hvað Ísland er á margan hátt rotið og ömurlegt og Danmörk ekki. Þetta á ekki að verða einn svoleiðis pistill en hann gæti auðveldlega orðið það þegar rýnt er í öll þessi mál. Nú veit ég að á þeim tíma sem við erum hér svona þessar tvær viku í júlí þá er algjört happyhour. Fólk í fríi, veðrið er bóngó og það er jazzhátíð og göturnar fullar af fólki. Það er hægt að reikna með góðu veðri og ekki bara nokkrir dagar sem hent er í mann eftir dúk og disk heldur er stærsti hluti sumarsins hér í Danmörku er sól og hiti og sumarið er langt, margir mánuðir. Svona var þetta öll sumrin okkar hérna úti með nokkrum undantekningum. Síðasti vetur á Íslandi fór næstum því með mig, það gerði þar síðasti líka og þar þar síðasti. Laaaangir og snjór og myrkur og skítakuldi. Ég á orðið sjúklega erfitt með þennan eilífa vetur sem virðist aldrei ætla að taka neinn enda. Kannski er ég bara geðveikt neikvæður, hvítur forréttindar millistéttar pési sem er bara að væla yfir einhverju sem forfeður mínir létu yfir sig ganga í hundrað milljón ár, kannski það bara en mér er drull. Húsnæðisvextir eru í hæstu hæðum hérna í Danmörku eins og er, milli 3-6% og sama er að gerast á Íslandi. Lánin okkar sem við læstum hér um árið er að losna úr viðjum hugmyndafræðinar og mun leika lausum hala í lok febrúar á næsta ári. Óverðtryggða lánið okkar mun örugglega fara upp í tveggja stafa tölu sem er eins og eitthvað úr Blade Runner. Svo segja sérfræðingarnir að innlánsvextirnir séu líka háir og því winwin en hver á fokking pening inn á reikning fyrir utan lítinn hluta þjóðarinnar? Og þótt þú eigir nokkra hundraðkalla standandi inn á reikning, svona buffer fyrir nýrri þvottavél ef gamla skyldi nú gefa upp öndina, nokkrir hundraðkallar á háum innlánsvöxtum ain’t shiiit í samanburði við okurvextina sem þú borgar af steinsteypu og bárujárninu sem skýlir þér frá krónískum raðlægðum 9. mánuði á ári. Svo getur þú leigt hérna í útlöndum, það eru lög sem vernda þig gegn græðgi leigusalans. Leigusalinn í DK getur ekki hækkað leiguna þína nema að einhverju leyti og með því að réttlæta hana með betrumbótum sem leigjandinn nýtur góðs af, en við erum að tala um pinku ponsu sem hann má fara upp því það eru lög sem mynda þök sem ekki má fara upp fyrir. Á Íslandi þekki ég marga, unga sem aldna sem safna íbúðum í þeim tilgangi að leigja þær út og með stóru leigufélögunum mynda þeir umhverfi sem gerir leigumarkaðinn á Íslandi að fátæktargildru sem ég þakka guði fyrir að vera aldrei fastur í. Fullorðnir hvetja börnin sín til að kaupa eignir, eina, tvær og þrjár og svo býr unglingurinn í unglingaherberginu og sefur til hádegis áður en hann fer svo út og viðrar Tesluna sína. Foreldrarnir eru stoltir af honum því hann er svo duglegur, þarna er mælikvarðinn að eiga mikið og græða af öðrum óháð hlutfalli leigutekna af launum, unglingnum er drull því foreldrunum er drull, það er öllum drull. Ég þekki engan og hef aldrei þekkt neinn í Danmörku sem gerir svona, eignast íbúðir í þeim tilgangi að leigja þær, það er einfaldlega ekki góður business því hér eru reglur hvað þetta varðar. Ég man eftir stjórnmálamanninum hérna í DK sem þurfti að segja af sér, það segja margir af sér í útlöndum ef þeir skíta á sig, því það er það sem fólk gerir, það kúkar í brækurnar. En þessi stjórnmálamaður fór nokkrum sinnum út að borða og borgaði með vitlausu dankorti, upps, hann gerði það viljandi og viðurkenndi það og hann sagði bara af sér, hann skeit á sig. Á bestasta landi í heimi er ég búinn að upplifa hvern skandalinn á fætur öðrum „smokklaust“ og allir, öll sitja þau enn. Og kóngurinn situr fastast og hann er með langan lista sem öllum er kunnugt um en hann brosir bara og segir eitthvað í viðtölum sem er ekki rétt en hann trúir því að um leið og hann segir það þá verður það, því hann er guð, hann framkallar tóninn sem er undanfari miklahvells og úr verður ný veröld með hans sannleika. „Var ekki ég, ég vissi ekki, ég ber ekki ábyrgð, pabbi ég banna þér að kaupa þetta, ok! og þetta fatlaða frík lítur út eins og kópur og ég myndi aldrei stinga titlingnum inn í þessa, hahahaha.“ „Hann er eitthvað ruglaður, hann kallaði mig dreka, já einmitt, hann kallaði mig líka dreka í síðustu viku. Jæja förum aftur að vinna.“ Spilling og aftur spilling og ég kýs ekki til neins í „lýðræðisríki“ því ég er búinn að missa trúna á að lýðræði virki þó svo að nokkrir litlir flokkar meini vel, þeir eru bara svo margir og örninn hristir þetta mý bara af sér, flærnar. Ég gæti haldið áfram hérna með allskonar sem ég nenni ekki að útlista, allskonar mál sem verða svo stór á lítilli eyju, Eitthvað sem hverfur í stærri og fjölbreyttari samfélagi. Hér í DK er annað hvert barn ekki með geðfráviksgreiningu og á „viðeigandi“ lyfjagjöf. Hér í DK er annar hver fullorðinn ekki með geðfráviksgreiningu og á „viðeigandi“ lyfjagjöf. Hér skattur á fitu og sykri og því er svoleiðis rusl súper dýrt og þar af leiðandi borðar fólk ekkert mikið svoleiðis. Unglingar lifa ekki á orkudrykkjum sem gerir þau að framheilasköðuðum ónytjungum. Fólk hjólar til og frá og er ekki í ofþyngd. Fólk vinnur til tvö eða þrjú og svo nýtir það daginn í tengslum við annað fólk, maður sér það, fólk virðist dvelja öðruvísi í sér í útlöndum en ég er vanur að sjá og upplifa á Íslandi. En ok, þessi pistill er orðin einn af þessum árlegu þar sem ég sé grasið grænna í útlöndum en heima á Íslandi, huglægt sem og hlutlægt, þannig er það bara „smokklaust“. Ég ætla að gefa þessu nokkur ár því ég er með ákveðið ferli í gangi sem krefst þess. En að nokkrum árum liðnum ætla ég að flytja frá Íslandi og koma aðeins til Íslands í frí eins og ég gerði hér áður fyrr. Þá varð Ísland æði, svo mikið æði að ég fann fyrir óbilandi þörf fyrir að allt væri betra á Íslandi og grasið væri grænna þar en annarstaðar, bestasta landið. Kannski þarf ég kannski bara að fara á „viðeigandi” lyfjagjöf og í hugræna atferlismeðferð og halda kjafti. Höfundur starfar sem búðarmaður, hlaðvarpskall, hampaktivisti, samfélagsgagnrýnir og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á hverju ári kem ég til Kaupmannahafnar og er þar í viku eða tvær. Ég vafra um á kassa hjólinu og heimsæki staði og vini. Í gær hjóluðum við um 100 kílómetra, Vesterbro-Langelinie-Norrebro-Vesterbro-Christania-Orested-Vesterbro, geggjaður 12 tíma túr. Við bjuggum hérna í tæp fimmtán ár, eignuðumst vini og bjuggum okkur til heimili. Svo fluttum við heim til Íslands og erum búin að vera þar í 9 ár núna. Í hvert skiptið sem ég kem til Köben hellist yfir mig söknuður sem lýsir sér þannig að ég sé það jákvæða við að búa hér, (og já, elementið eða elementin sem ég sé hér sé ég líka á öðrum slóðum, öðrum löndum) og ég fer að sjá það neikvæða sem ég upplifi í íslensku samfélagi. Svo skrifa ég pósta og statusa hvað Ísland er á margan hátt rotið og ömurlegt og Danmörk ekki. Þetta á ekki að verða einn svoleiðis pistill en hann gæti auðveldlega orðið það þegar rýnt er í öll þessi mál. Nú veit ég að á þeim tíma sem við erum hér svona þessar tvær viku í júlí þá er algjört happyhour. Fólk í fríi, veðrið er bóngó og það er jazzhátíð og göturnar fullar af fólki. Það er hægt að reikna með góðu veðri og ekki bara nokkrir dagar sem hent er í mann eftir dúk og disk heldur er stærsti hluti sumarsins hér í Danmörku er sól og hiti og sumarið er langt, margir mánuðir. Svona var þetta öll sumrin okkar hérna úti með nokkrum undantekningum. Síðasti vetur á Íslandi fór næstum því með mig, það gerði þar síðasti líka og þar þar síðasti. Laaaangir og snjór og myrkur og skítakuldi. Ég á orðið sjúklega erfitt með þennan eilífa vetur sem virðist aldrei ætla að taka neinn enda. Kannski er ég bara geðveikt neikvæður, hvítur forréttindar millistéttar pési sem er bara að væla yfir einhverju sem forfeður mínir létu yfir sig ganga í hundrað milljón ár, kannski það bara en mér er drull. Húsnæðisvextir eru í hæstu hæðum hérna í Danmörku eins og er, milli 3-6% og sama er að gerast á Íslandi. Lánin okkar sem við læstum hér um árið er að losna úr viðjum hugmyndafræðinar og mun leika lausum hala í lok febrúar á næsta ári. Óverðtryggða lánið okkar mun örugglega fara upp í tveggja stafa tölu sem er eins og eitthvað úr Blade Runner. Svo segja sérfræðingarnir að innlánsvextirnir séu líka háir og því winwin en hver á fokking pening inn á reikning fyrir utan lítinn hluta þjóðarinnar? Og þótt þú eigir nokkra hundraðkalla standandi inn á reikning, svona buffer fyrir nýrri þvottavél ef gamla skyldi nú gefa upp öndina, nokkrir hundraðkallar á háum innlánsvöxtum ain’t shiiit í samanburði við okurvextina sem þú borgar af steinsteypu og bárujárninu sem skýlir þér frá krónískum raðlægðum 9. mánuði á ári. Svo getur þú leigt hérna í útlöndum, það eru lög sem vernda þig gegn græðgi leigusalans. Leigusalinn í DK getur ekki hækkað leiguna þína nema að einhverju leyti og með því að réttlæta hana með betrumbótum sem leigjandinn nýtur góðs af, en við erum að tala um pinku ponsu sem hann má fara upp því það eru lög sem mynda þök sem ekki má fara upp fyrir. Á Íslandi þekki ég marga, unga sem aldna sem safna íbúðum í þeim tilgangi að leigja þær út og með stóru leigufélögunum mynda þeir umhverfi sem gerir leigumarkaðinn á Íslandi að fátæktargildru sem ég þakka guði fyrir að vera aldrei fastur í. Fullorðnir hvetja börnin sín til að kaupa eignir, eina, tvær og þrjár og svo býr unglingurinn í unglingaherberginu og sefur til hádegis áður en hann fer svo út og viðrar Tesluna sína. Foreldrarnir eru stoltir af honum því hann er svo duglegur, þarna er mælikvarðinn að eiga mikið og græða af öðrum óháð hlutfalli leigutekna af launum, unglingnum er drull því foreldrunum er drull, það er öllum drull. Ég þekki engan og hef aldrei þekkt neinn í Danmörku sem gerir svona, eignast íbúðir í þeim tilgangi að leigja þær, það er einfaldlega ekki góður business því hér eru reglur hvað þetta varðar. Ég man eftir stjórnmálamanninum hérna í DK sem þurfti að segja af sér, það segja margir af sér í útlöndum ef þeir skíta á sig, því það er það sem fólk gerir, það kúkar í brækurnar. En þessi stjórnmálamaður fór nokkrum sinnum út að borða og borgaði með vitlausu dankorti, upps, hann gerði það viljandi og viðurkenndi það og hann sagði bara af sér, hann skeit á sig. Á bestasta landi í heimi er ég búinn að upplifa hvern skandalinn á fætur öðrum „smokklaust“ og allir, öll sitja þau enn. Og kóngurinn situr fastast og hann er með langan lista sem öllum er kunnugt um en hann brosir bara og segir eitthvað í viðtölum sem er ekki rétt en hann trúir því að um leið og hann segir það þá verður það, því hann er guð, hann framkallar tóninn sem er undanfari miklahvells og úr verður ný veröld með hans sannleika. „Var ekki ég, ég vissi ekki, ég ber ekki ábyrgð, pabbi ég banna þér að kaupa þetta, ok! og þetta fatlaða frík lítur út eins og kópur og ég myndi aldrei stinga titlingnum inn í þessa, hahahaha.“ „Hann er eitthvað ruglaður, hann kallaði mig dreka, já einmitt, hann kallaði mig líka dreka í síðustu viku. Jæja förum aftur að vinna.“ Spilling og aftur spilling og ég kýs ekki til neins í „lýðræðisríki“ því ég er búinn að missa trúna á að lýðræði virki þó svo að nokkrir litlir flokkar meini vel, þeir eru bara svo margir og örninn hristir þetta mý bara af sér, flærnar. Ég gæti haldið áfram hérna með allskonar sem ég nenni ekki að útlista, allskonar mál sem verða svo stór á lítilli eyju, Eitthvað sem hverfur í stærri og fjölbreyttari samfélagi. Hér í DK er annað hvert barn ekki með geðfráviksgreiningu og á „viðeigandi“ lyfjagjöf. Hér í DK er annar hver fullorðinn ekki með geðfráviksgreiningu og á „viðeigandi“ lyfjagjöf. Hér skattur á fitu og sykri og því er svoleiðis rusl súper dýrt og þar af leiðandi borðar fólk ekkert mikið svoleiðis. Unglingar lifa ekki á orkudrykkjum sem gerir þau að framheilasköðuðum ónytjungum. Fólk hjólar til og frá og er ekki í ofþyngd. Fólk vinnur til tvö eða þrjú og svo nýtir það daginn í tengslum við annað fólk, maður sér það, fólk virðist dvelja öðruvísi í sér í útlöndum en ég er vanur að sjá og upplifa á Íslandi. En ok, þessi pistill er orðin einn af þessum árlegu þar sem ég sé grasið grænna í útlöndum en heima á Íslandi, huglægt sem og hlutlægt, þannig er það bara „smokklaust“. Ég ætla að gefa þessu nokkur ár því ég er með ákveðið ferli í gangi sem krefst þess. En að nokkrum árum liðnum ætla ég að flytja frá Íslandi og koma aðeins til Íslands í frí eins og ég gerði hér áður fyrr. Þá varð Ísland æði, svo mikið æði að ég fann fyrir óbilandi þörf fyrir að allt væri betra á Íslandi og grasið væri grænna þar en annarstaðar, bestasta landið. Kannski þarf ég kannski bara að fara á „viðeigandi” lyfjagjöf og í hugræna atferlismeðferð og halda kjafti. Höfundur starfar sem búðarmaður, hlaðvarpskall, hampaktivisti, samfélagsgagnrýnir og umboðsmaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun