Stærsti skjálftinn til þessa Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. júlí 2023 22:24 Áfram skelfur jörð á Reykjanesi. Skjálftinn sem varð klukkan 22:23 í kvöld er líklega sá stærsti í skjálftahrinunni, sá fyrsti sem er yfir fimm að stærð. Vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33