Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 10:58 Skólastjóri Laugarnesskóla og fleira starfsfólk í skólanum hefur þurft að hætta vegna myglu. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. „Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“ Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
„Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“
Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira