„Á ekki von á að kalla saman þing“ Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 7. júlí 2023 11:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekar þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að endurskoða fyrirkomulagið hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29