Ísland í riðli með Frökkum og spilað í Stavanger Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 13:30 Íslenska landsliðið er á leið á HM í annað sinn, í lok þessa árs. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Frakklandi, Slóveníu og Angóla, þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í dag. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira