Dóttirin vill senda Eto’o í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 09:31 Samuel Eto’o hefur unnið að samfélagsmálum fyrir FIFA Foundation í heimalandi sínu Kamerún. Vandamál hans í dag eru hins vegar á Spáni. Getty/Maja Hitij Samuel Eto'o virðist hreinlega elta uppi vandræðin eða kannski elta vandræðin hann. Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023 Kamerún Fótbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023
Kamerún Fótbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira