Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg borin burt af lögreglumönnum við mótmæli við höfnina í Malmö 19. júní. Vísir/EPA Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla. Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla.
Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39
Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“