Eilífur fann gleraugnaþjófinn á ólíklegum stað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júlí 2023 21:01 Leikstjórinn Eilífur segir frá reynslunni af sólgleraugnaþjófnaðinum. Þegar leikstjórinn Eilífur Örn Þrastarson lenti í því að Ray Ban sólgleraugunum hans var stolið tók hann málin í sínar hendur. Hann fann gleraugun á ólíklegum stað og segist heppinn að sleppa með þau lifandi úr bæli þjófsins. Eilífur, sem er annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Snark, greinir frá reynslunni á Instagram síðu sinni. Við Vísi segist hann hafa tapað sólgleraugunum einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur, um klukkan níu á miðvikudaginn. „Ég veit ekki nákvæmlega hvar þau hurfu en áður en ég vissi af voru þau ekki lengur í vasanum mínum,“ segir Eilífur. En í gleraugnahulstrinu hafði Eilífur falið Apple Airtag rakningarmerki og það átti eftir að koma sér vel. „Ég hafði mjög gaman af þessu. Ég var að bíða og sjá hvort að sá sem tók gleraugun myndi fara með þau eitthvert, kannski í gleraugnabúð. Þá ætlaði ég að elta,“ segir Eilífur. En hann hefur lent í þessu áður. „Fyrstu gleraugun enduðu í risablokk og það var engin leið fyrir mig að finna þau.“ Í þetta skipti skildi það takast að endurheimta gleraugun. Rakning í Árskóga Rakningin leiddi Eilíf upp í Breiðholtið. Nánar tiltekið að Árskógum 4 en þar er dvalarheimili aldraðra, Hrafnista Skógarbær. Eilífur ákvað að bíða og sjá til í nokkra daga. Að lokum ákvað hann að fara á stjá. Hann hafði samband við starfsfólk og hóf mikla leit að sökudólgnum. Þá kom upp einn líklegur kandídat, nafnið er ekki gefið upp en við skulum kalla hann Hjörvar. Var Eilífi sagt að Hjörvar væri alltaf að taka hluti. Herbergi Hjörvars er á annarri hæð og Eilífur fann að eitthvað var að gerast. Síminn fann merkið frá gleraugnahulstrinu þar nálægt. En herbergi Hjörvars var yfirfullt af drasli og yfirborðsleit skilaði engu. Komst hann loks að því að Hjörvar væri saklaus eftir allt saman. Fór Eilífur þá aftur út að leita, í kringum dvalarheimilið. Eftir tíu mínútna leit fór hann aftur að byggingunni og fékk aftur merki, núna beint fyrir utan gluggann hans Hjörvars. Samkvæmt símanum voru aðeins 4,8 metrar í gleraugun. Dynjandi djass í dimmunni Eilífur fór inn og náði í forstöðukonu heimilisins sem var mjög spennt fyrir þessari tækni. Spennan magnaðist þegar rakningin leiddi þau að lokuðu herbergi. Eilífur segir að forstöðukonan hafi verið mjög tvístígandi að fara inn og hann líka. Á hurðinni stóð nafn mannsins, sem kallaður verður Sigurbjörn í þessari sögu. Eilífur og forstöðukonan heyrðu greinilega tónlist koma innan úr herberginu. Þau opnuðu inn í herbergið sem var dimmt en dynjandi djass tónlist í gangi. Úti í enda lá hinn níræði Sigurbjörn steinsofandi í rúminu sínu. Eilífur leit áhyggjufullur á forstöðukonuna og segir að hún hafi skolfið af hræðslu við hliðina á honum. Síminn pípaði og örin benti beint á hrjótandi þjófinn, 3,8 metrar. Þá sá Eilífur sólgleraugun sín á nefinu á sofandi þjófunum. Hann nappaði þeim fimlega til baka án þess að Sigurbjörn vaknaði. Hann segist eiga dynjandi djassinum að þakka fyrir það. Svo hljóp hann út í gegnum dimma ganga Hrafnistu í Skógarbæ, og rétt slapp lifandi. Passar sig á eldri borgurum Aðspurður um þessa reynslu segir Eilífur að honum hafi vissulega liðið svolítið eins og spæjara. Þá mun hann heldur ekki líta fingralanga eldri borgara sömu augum í framtíðinni. „Það þarf að passa sig á þeim, það er augljóst. Ég mun horfa bak við öxlina á mér framvegis þegar ég er úti við,“ segir Eilífur. Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Eilífur, sem er annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Snark, greinir frá reynslunni á Instagram síðu sinni. Við Vísi segist hann hafa tapað sólgleraugunum einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur, um klukkan níu á miðvikudaginn. „Ég veit ekki nákvæmlega hvar þau hurfu en áður en ég vissi af voru þau ekki lengur í vasanum mínum,“ segir Eilífur. En í gleraugnahulstrinu hafði Eilífur falið Apple Airtag rakningarmerki og það átti eftir að koma sér vel. „Ég hafði mjög gaman af þessu. Ég var að bíða og sjá hvort að sá sem tók gleraugun myndi fara með þau eitthvert, kannski í gleraugnabúð. Þá ætlaði ég að elta,“ segir Eilífur. En hann hefur lent í þessu áður. „Fyrstu gleraugun enduðu í risablokk og það var engin leið fyrir mig að finna þau.“ Í þetta skipti skildi það takast að endurheimta gleraugun. Rakning í Árskóga Rakningin leiddi Eilíf upp í Breiðholtið. Nánar tiltekið að Árskógum 4 en þar er dvalarheimili aldraðra, Hrafnista Skógarbær. Eilífur ákvað að bíða og sjá til í nokkra daga. Að lokum ákvað hann að fara á stjá. Hann hafði samband við starfsfólk og hóf mikla leit að sökudólgnum. Þá kom upp einn líklegur kandídat, nafnið er ekki gefið upp en við skulum kalla hann Hjörvar. Var Eilífi sagt að Hjörvar væri alltaf að taka hluti. Herbergi Hjörvars er á annarri hæð og Eilífur fann að eitthvað var að gerast. Síminn fann merkið frá gleraugnahulstrinu þar nálægt. En herbergi Hjörvars var yfirfullt af drasli og yfirborðsleit skilaði engu. Komst hann loks að því að Hjörvar væri saklaus eftir allt saman. Fór Eilífur þá aftur út að leita, í kringum dvalarheimilið. Eftir tíu mínútna leit fór hann aftur að byggingunni og fékk aftur merki, núna beint fyrir utan gluggann hans Hjörvars. Samkvæmt símanum voru aðeins 4,8 metrar í gleraugun. Dynjandi djass í dimmunni Eilífur fór inn og náði í forstöðukonu heimilisins sem var mjög spennt fyrir þessari tækni. Spennan magnaðist þegar rakningin leiddi þau að lokuðu herbergi. Eilífur segir að forstöðukonan hafi verið mjög tvístígandi að fara inn og hann líka. Á hurðinni stóð nafn mannsins, sem kallaður verður Sigurbjörn í þessari sögu. Eilífur og forstöðukonan heyrðu greinilega tónlist koma innan úr herberginu. Þau opnuðu inn í herbergið sem var dimmt en dynjandi djass tónlist í gangi. Úti í enda lá hinn níræði Sigurbjörn steinsofandi í rúminu sínu. Eilífur leit áhyggjufullur á forstöðukonuna og segir að hún hafi skolfið af hræðslu við hliðina á honum. Síminn pípaði og örin benti beint á hrjótandi þjófinn, 3,8 metrar. Þá sá Eilífur sólgleraugun sín á nefinu á sofandi þjófunum. Hann nappaði þeim fimlega til baka án þess að Sigurbjörn vaknaði. Hann segist eiga dynjandi djassinum að þakka fyrir það. Svo hljóp hann út í gegnum dimma ganga Hrafnistu í Skógarbæ, og rétt slapp lifandi. Passar sig á eldri borgurum Aðspurður um þessa reynslu segir Eilífur að honum hafi vissulega liðið svolítið eins og spæjara. Þá mun hann heldur ekki líta fingralanga eldri borgara sömu augum í framtíðinni. „Það þarf að passa sig á þeim, það er augljóst. Ég mun horfa bak við öxlina á mér framvegis þegar ég er úti við,“ segir Eilífur.
Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira