Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Máni Snær Þorláksson skrifar 4. júlí 2023 16:55 Erla Sigurlaug notaði hveragufuna til að hlýja sér á puttunum. Hún segir túristana í hópnum hafa verið hissa á veðrinu. Eric de Poiter Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. „Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Sjá meira
„Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug
Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Sjá meira