Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2023 12:24 Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Þetta kemur fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um útboð Vegagerðarinnar. Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Þá sögðu verktakar sig frá verkinu í nokkrum tilvikum. Hér fyrir neðan má sjá svör ráðherra, sundurliðuð eftir ári: Árið 2018 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun verkanna. Í tveimur tilfellum sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna annarra verkefna, í einu tilfelli sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna reiknivillu í tilboðsgerð og í einu tilfelli var tilboð lægstbjóðanda ógilt vegna ófullnægjandi gagna. Alls voru undirritaðir 103 samningar á árinu. Árið 2019 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í fimm tilfellum uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur (t.d. um verkreynslu) og í einu tilfelli var öllum tilboðum hafnað vegna fjárheimilda, útboði breytt og það boðið út aftur. Alls voru undirritaðir 123 samningar á árinu. Árið 2020 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði fjórum sinnum. Í tveimur tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur um verkreynslu og í öðru tilfelli var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 97 samningar á árinu. Árið 2021 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í átta tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum sagði verktaki sig frá verkinu og í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur þar sem eigið fé var neikvætt. Alls voru undirritaðir 102 samningar á árinu. Árið 2022 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í sjö tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 64 samningar á árinu. Vegagerð Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um útboð Vegagerðarinnar. Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Þá sögðu verktakar sig frá verkinu í nokkrum tilvikum. Hér fyrir neðan má sjá svör ráðherra, sundurliðuð eftir ári: Árið 2018 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun verkanna. Í tveimur tilfellum sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna annarra verkefna, í einu tilfelli sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna reiknivillu í tilboðsgerð og í einu tilfelli var tilboð lægstbjóðanda ógilt vegna ófullnægjandi gagna. Alls voru undirritaðir 103 samningar á árinu. Árið 2019 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í fimm tilfellum uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur (t.d. um verkreynslu) og í einu tilfelli var öllum tilboðum hafnað vegna fjárheimilda, útboði breytt og það boðið út aftur. Alls voru undirritaðir 123 samningar á árinu. Árið 2020 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði fjórum sinnum. Í tveimur tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur um verkreynslu og í öðru tilfelli var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 97 samningar á árinu. Árið 2021 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í átta tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum sagði verktaki sig frá verkinu og í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur þar sem eigið fé var neikvætt. Alls voru undirritaðir 102 samningar á árinu. Árið 2022 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í sjö tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 64 samningar á árinu.
Vegagerð Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira