„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:03 Allir viðmælendurnir sem Fréttastofa ræddi við voru sammála um að Íslandsbankamálið væri hneykslanlegt og það þyrfti harðari aðgerðir gagnvart þeim sem sekir væru. Vísir/Dúi Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira