„Við erum allir í skýjunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 16:00 Brynjar Vignir var góður í marki Íslands í dag. IHF Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti