„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2023 18:16 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, einbeittur á svip. vísir/Anton Brink Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1. Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“ Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“
Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira