Ók óléttri konu heim og rak hana í leiðinni Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 09:44 Dýralæknar Sandhólaferju eru til húsa rétt vestur af Hellu. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið Dýralæknar Sandhólaferju er talið hafa brotið lög þegar framkvæmdastjóri þess sagði þungaðri konu upp störfum á meðan hann ók henni heim úr vinnu. Konan segir framkvæmdastjórann hafa ausið yfir hana fúkyrðum á leiðinni. Konan kærði ákvörðun Dýralækna Sandhólaferju ehf. um að segja henni upp störfum á meðgöngu til kærunefndar jafnréttismála. Hún taldi fyrirtækið hafa brotið ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um að óheimilt sé að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um uppsögn. Báru fyrir sig tekjufall Í úrskurði kærunefndarinnar, sem kveðinn var upp 27. apríl síðastliðinn, segir að konan, sem er dýralæknir, hafi verið barnshafandi þegar henni var sagt upp störfum í lok febrúar í fyrra, með starfslokum sama dag. Í uppsagnarbréfinu hafi verið tekið fram að uppsagnarfrestur yrði greiddur út. Þá hafi ástæður uppsagnarinnar sagðar nauðsynlegar skipulagsbreytingar og fyrirsjáanlegur samdráttur. Uppsagnarbréfið hafi verið undirritað af öllum hluthöfum fyrirtækisins. Í málsástæðum fyrirtækisins segir að skipulagsbreytingar hafi verið nauðsynlega vegna þess að það hefði ákveðið að hætta að sinna blóðtöku á merum fyrir tiltekið fyrirtæki. Það hafi verið gert í kjölfar neikvæðrar umræðu í samfélaginu og andstöðu starfsmanna fyrirtækisins við blóðtökuna, en það hafi haft drjúgar tekjur af blóðtökunni. Þá hélt fyrirtækið því fram að framkvæmdastjórinn hafi ekki vitað af því að konan væri barnshafandi og að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún væri með stystan starfsaldur dýralækna fyrirtækisins. Hafi tilkynnt þungunina með réttum hætti Konan segir hins vegar að hún hafi verið búin að tilkynna einum eigenda fyrirtækisins að hún væri þunguð og að sá hafi gengt starfi framkvæmdastjóra í fjarveri framkvæmdastjórans vegna veikinda hans. Þá bendir hún á að eiginkona framkvæmdastjórans hafi vitað um þungunina þar sem það hafi komið upp atvik þegar einn starfsmaðurinn notaði röntgentæki að henni og eiginkonunni viðstöddum. Hefði eiginkonan hughreyst hana. Hafi meirihluti eigenda fyrirtækisins því vitað af þunguninni. Ekki rétt að hún hafi verið með stystan starfsaldur Konan hélt því einnig fram í málatilbúnaði sínum að fullyrðingar fyrirtækisins, um að hún hefði stysta starfsaldur dýralækna, væru ekki á rökum reistar. Nefnir hún dæmi um dýralækni sem hafi útskrifast í apríl 2019 en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í mars 2019. Þá hafi annar dýralæknir hafið störf hjá kærða í júlí 2021 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í sama mánuði. Konan hafi aftur á móti hafið störf hjá fyrirtækinu í október 2020 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í desember 2017. Hefði hún því lengstan starfsaldur og mestu reynsluna en hún hefði tekið virkan þátt í að kenna og leiðbeina fyrrnefndum tveimur dýralæknum, auk þess að sinna fleiri og flóknari verkefnum en þær. Þá tekur hún fram að fyrst nefndi dýralæknirinn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að hún heyrði að henni hefði verið sagt upp störfum. Sönnunarbyrðin á fyrirtækinu Í úrskurði kærunefndarinnar segir að konunni hafi tekist að leiða að því líkur að uppsögn hennar tengdist þungun hennar og því færðist sönnunarbyrðin yfir á fyrirtækið. Þannig hafi fyrirtækið þurft að færa sönnur á það að málefnalegar ástæður hafi legið að baki uppsögninni. Nefndin telur ekki verða véfengt það mat fyrirtækisins að það þyrfti að ráðast í endurskipulagningu eftir að blóðtöku var hætt. Í málinu hafi hins vegar hvorki komið skýrt fram í hverju endurskipulagning fælist né að fram hafi farið mat hvers vegna konunni var sagt upp störfum frekar en öðrum dýralæknum. „Skiptir í því sambandi ekki máli að aðrir dýralæknar hafi einnig sinnt sambærilegum störfum og kærandi gerði hjá kærða. Þá liggur fyrir að kærandi hafði starfað lengur eftir nám sem dýralæknir hjá kærða en annar dýralæknir sem ekki var sagt upp störfum. Verður því hvorki fallist á að kærði hafi gert grein fyrir hvaða mat lá til grundvallar ákvörðun hans um uppsögn kæranda né að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið því til grundvallar. Samkvæmt því verður að telja að kærða hafi ekki tekist að sýna fram á að ákvörðun um uppsögn kæranda hafi grundvallast á öðrum ástæðum en fæðingar- og foreldraorlofi, meðgöngu eða barnsburði,“ segir í úrskurðinum. Jafnréttismál Vinnumarkaður Rangárþing ytra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Konan kærði ákvörðun Dýralækna Sandhólaferju ehf. um að segja henni upp störfum á meðgöngu til kærunefndar jafnréttismála. Hún taldi fyrirtækið hafa brotið ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um að óheimilt sé að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um uppsögn. Báru fyrir sig tekjufall Í úrskurði kærunefndarinnar, sem kveðinn var upp 27. apríl síðastliðinn, segir að konan, sem er dýralæknir, hafi verið barnshafandi þegar henni var sagt upp störfum í lok febrúar í fyrra, með starfslokum sama dag. Í uppsagnarbréfinu hafi verið tekið fram að uppsagnarfrestur yrði greiddur út. Þá hafi ástæður uppsagnarinnar sagðar nauðsynlegar skipulagsbreytingar og fyrirsjáanlegur samdráttur. Uppsagnarbréfið hafi verið undirritað af öllum hluthöfum fyrirtækisins. Í málsástæðum fyrirtækisins segir að skipulagsbreytingar hafi verið nauðsynlega vegna þess að það hefði ákveðið að hætta að sinna blóðtöku á merum fyrir tiltekið fyrirtæki. Það hafi verið gert í kjölfar neikvæðrar umræðu í samfélaginu og andstöðu starfsmanna fyrirtækisins við blóðtökuna, en það hafi haft drjúgar tekjur af blóðtökunni. Þá hélt fyrirtækið því fram að framkvæmdastjórinn hafi ekki vitað af því að konan væri barnshafandi og að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún væri með stystan starfsaldur dýralækna fyrirtækisins. Hafi tilkynnt þungunina með réttum hætti Konan segir hins vegar að hún hafi verið búin að tilkynna einum eigenda fyrirtækisins að hún væri þunguð og að sá hafi gengt starfi framkvæmdastjóra í fjarveri framkvæmdastjórans vegna veikinda hans. Þá bendir hún á að eiginkona framkvæmdastjórans hafi vitað um þungunina þar sem það hafi komið upp atvik þegar einn starfsmaðurinn notaði röntgentæki að henni og eiginkonunni viðstöddum. Hefði eiginkonan hughreyst hana. Hafi meirihluti eigenda fyrirtækisins því vitað af þunguninni. Ekki rétt að hún hafi verið með stystan starfsaldur Konan hélt því einnig fram í málatilbúnaði sínum að fullyrðingar fyrirtækisins, um að hún hefði stysta starfsaldur dýralækna, væru ekki á rökum reistar. Nefnir hún dæmi um dýralækni sem hafi útskrifast í apríl 2019 en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í mars 2019. Þá hafi annar dýralæknir hafið störf hjá kærða í júlí 2021 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í sama mánuði. Konan hafi aftur á móti hafið störf hjá fyrirtækinu í október 2020 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í desember 2017. Hefði hún því lengstan starfsaldur og mestu reynsluna en hún hefði tekið virkan þátt í að kenna og leiðbeina fyrrnefndum tveimur dýralæknum, auk þess að sinna fleiri og flóknari verkefnum en þær. Þá tekur hún fram að fyrst nefndi dýralæknirinn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að hún heyrði að henni hefði verið sagt upp störfum. Sönnunarbyrðin á fyrirtækinu Í úrskurði kærunefndarinnar segir að konunni hafi tekist að leiða að því líkur að uppsögn hennar tengdist þungun hennar og því færðist sönnunarbyrðin yfir á fyrirtækið. Þannig hafi fyrirtækið þurft að færa sönnur á það að málefnalegar ástæður hafi legið að baki uppsögninni. Nefndin telur ekki verða véfengt það mat fyrirtækisins að það þyrfti að ráðast í endurskipulagningu eftir að blóðtöku var hætt. Í málinu hafi hins vegar hvorki komið skýrt fram í hverju endurskipulagning fælist né að fram hafi farið mat hvers vegna konunni var sagt upp störfum frekar en öðrum dýralæknum. „Skiptir í því sambandi ekki máli að aðrir dýralæknar hafi einnig sinnt sambærilegum störfum og kærandi gerði hjá kærða. Þá liggur fyrir að kærandi hafði starfað lengur eftir nám sem dýralæknir hjá kærða en annar dýralæknir sem ekki var sagt upp störfum. Verður því hvorki fallist á að kærði hafi gert grein fyrir hvaða mat lá til grundvallar ákvörðun hans um uppsögn kæranda né að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið því til grundvallar. Samkvæmt því verður að telja að kærða hafi ekki tekist að sýna fram á að ákvörðun um uppsögn kæranda hafi grundvallast á öðrum ástæðum en fæðingar- og foreldraorlofi, meðgöngu eða barnsburði,“ segir í úrskurðinum.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Rangárþing ytra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels