Vill nefna rostunginn Lalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 16:33 Rostungurinn Lalli flatmagar á Króknum. LÁRA HALLA SIGURÐARDÓTTIR Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“ Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“
Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21