Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2023 09:31 Guðmundur Valur Sigurðsson tókst það sem öllum golfurum og píluspilurum dreymir um. Facebook/Golfklúbbur Grindavíkur Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey. Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“ Golf Pílukast Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“
Golf Pílukast Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira