Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 13:58 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. visir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira