Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 11:00 Sigríður telur viðhorf Dóru Bjartar lýsa firringu hvað varði tilgang gjalda í bílastæði og nú eigi einfaldlega að leggja auknar kvaðir á íbúa í vesturhluta borgarinnar og svo þá sem haldi atvinnulífi í miðborginni uppi. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“ Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira