„Þetta er það sem deildin okkar stendur fyrir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 23:01 Sigursteinn Arndal er þjálfari FH í Olís-deildinni og hefur fylgst vel með framgangi U-21 árs liðsins á heimsmeistaramótinu. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir tuttugu og eins árs mætir Portúgal í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þjálfari FH segir möguleika á sæti í undanúrslitum klárlega vera til staðar. U-21 árs landslið Íslands er skipað leikmönnum úr Olís-deild karla, leikmönnum sem leika lykilhlutverk í sínum liðum. Þetta skiptir sköpum segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deildinni. Sigursteinn hefur fylgst vel með framgöngu strákanna okkar á mótinu. Í liðinu leika meðal annars Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason sem leika stór hlutverk í FH í efstu deild hér á landi. „Fyrst og síðast bara frábær árangur að vera kominn í 8-liða úrslit. Það verður að viðurkennast að byrjunin var alveg smá stirðbusaleg. Það er oft flókið verkefni að fara í leiki á móti þjóðum sem þú átt að vinna og sama skapi fyrstu leiki í móti. Mér finnst liðið og þjálfararnir hafa tekist vel á við þetta og eru búnir að sýna góða leiki gegn Serbum og Egyptum.“ Sigursteinn segir Olís-deildina standa fyrir það að gefa ungum leikmönnum tækifæri snemma. „Það er mikið af strákum sem eru búnir að vera í stórum hlutverkum í deildinni. Það er bara það sem deildin okkar stendur fyrir að gefa ungum mönnum tækifæri snemma og þeir eru klárlega að njóta góðs af því.“ Leikurinn á morgun gegn Portúgal verður erfiður en Portúgal fékk silfur á síðasta heimsmeistaramóti í þessum aldursflokki. „Möguleikarnir eru klárlega til staðar. Það er bara þetta gamla íslenska, að fara ekki algjörlega fram úr sér. Þeir eru með gott lið, búnir að vinna Spánverja svo eitthvað sé talið, og með góða leikmenn í sterkum liðum í stóru hlutverki. Vissulega möguleikar en ég held þetta sé algjörlega 50/50 og að fara í undanúrslit með okkar lið væri algjörlega magnað,“ segir Sigursteinn að lokum. Allt innslagið úr Sportpakka kvöldsins má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
U-21 árs landslið Íslands er skipað leikmönnum úr Olís-deild karla, leikmönnum sem leika lykilhlutverk í sínum liðum. Þetta skiptir sköpum segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deildinni. Sigursteinn hefur fylgst vel með framgöngu strákanna okkar á mótinu. Í liðinu leika meðal annars Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason sem leika stór hlutverk í FH í efstu deild hér á landi. „Fyrst og síðast bara frábær árangur að vera kominn í 8-liða úrslit. Það verður að viðurkennast að byrjunin var alveg smá stirðbusaleg. Það er oft flókið verkefni að fara í leiki á móti þjóðum sem þú átt að vinna og sama skapi fyrstu leiki í móti. Mér finnst liðið og þjálfararnir hafa tekist vel á við þetta og eru búnir að sýna góða leiki gegn Serbum og Egyptum.“ Sigursteinn segir Olís-deildina standa fyrir það að gefa ungum leikmönnum tækifæri snemma. „Það er mikið af strákum sem eru búnir að vera í stórum hlutverkum í deildinni. Það er bara það sem deildin okkar stendur fyrir að gefa ungum mönnum tækifæri snemma og þeir eru klárlega að njóta góðs af því.“ Leikurinn á morgun gegn Portúgal verður erfiður en Portúgal fékk silfur á síðasta heimsmeistaramóti í þessum aldursflokki. „Möguleikarnir eru klárlega til staðar. Það er bara þetta gamla íslenska, að fara ekki algjörlega fram úr sér. Þeir eru með gott lið, búnir að vinna Spánverja svo eitthvað sé talið, og með góða leikmenn í sterkum liðum í stóru hlutverki. Vissulega möguleikar en ég held þetta sé algjörlega 50/50 og að fara í undanúrslit með okkar lið væri algjörlega magnað,“ segir Sigursteinn að lokum. Allt innslagið úr Sportpakka kvöldsins má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti