Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 14:00 Ferðamennirnir í Reynisfjöru höfðu gaman að náttúruöflunum í fyrstu en gamanið kárnaði fljótt þegar kom að því að ganga aftur á bílastæðið. Fólk fauk í mestu hviðunum. RAX Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi. RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi.
RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira