Kostar 300.000 fyrir hvern strák að spila á HM en hægt að safna Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 08:01 Strákarnir í U21-landsliði Íslands hafa verið að gera frábæra hluti á HM og eru nú mættir til Berlínar til að takast á við Portúgal í 8-liða úrslitum. IHF.info Árangur íslenska U21-landsliðsins í handbolta karla, sem komið er í 8-liða úrslit á HM, er í samræmi við fjárhagsáætlanir HSÍ. Gert er ráð fyrir að leikmenn útvegi 300.000 krónur hver vegna kostnaðar við mótið. HSÍ teflir fram landsliðum á fjórum stórmótum yngri landsliða í sumar. Kostnaður við mótin er mishár en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að vegna HM U21 karla þurfi leikmenn að útvega 300.000 krónur hver, af um hálfrar milljónar kostnaði sem þátttaka leikmanns í mótinu feli í sér. Róbert segir að sama þak hafi verið sett fyrir leikmenn allra yngri landsliðanna, það er að segja 300.000 krónur, þó að kostnaður við sum mót sé hærri en við önnur. Ferðalögin séu dýr og til að mynda hafi U21-landsliðið þurft að ferðast til Grikklands en það er nú komið til Berlínar í Þýskalandi vegna 8-liða úrslitanna gegn Portúgal á morgun. Geta safnað styrkjum hjá fyrirtækjum U19 landslið karla spilar á HM í Króatíu í ágúst, U19-landslið kvenna spilar á EM í Rúmeníu í júlí, og U17-landslið kvenna spilar á EM í Svartfjallalandi í ágúst, og því um talsverð ferðalög að ræða. Leikmenn geta safnað styrkjum til að vega upp á móti 300.000 króna kostnaðinum. Það gera þeir með því að safna styrkjum frá fyrirtækjum sem á móti fá merki sitt í þakklætisauglýsingu frá HSÍ eftir að mótunum lýkur. Róbert segir að í mörgum tilfellum takist leikmönnum að safna fyrir allri upphæðinni með þessum hætti. Þátttöku á mótunum fylgi hins vegar einnig vinnutap og fleira sem geri það strembið fyrir leikmenn að taka þátt. Langhæsta úthlutunin dugar skammt HSÍ fær langhæstu úthlutun sérsambanda úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2023, samkvæmt tilkynningu sjóðsins í janúar, eða 82,6 milljónir af þeim rúmu 500 milljónum sem úthlutað var. Sú upphæð dugar þó skammt eins og fyrr segir. Auk kostnaðar við yngri landslið þá sendi HSÍ eins og alþjóð veit karlalandsliðið á HM í Svíþjóð í janúar, og mun senda sama lið á EM í Þýskalandi í janúar. Þá sótti sambandið um boðssæti á HM kvenna sem fram fer á Norðurlöndum í desember, en ekki er ljóst hvaða þjóðir fá þau tvö boðssæti sem eru enn laus. Að minnsta kosti þrír leikir eftir í Berlín Íslenska U21-landsliðið heldur hins vegar áfram keppni sinni á HM í Berlín á morgun, kl. 13.45 að íslenskum tíma, með leik við Portúgal í 8-liða úrslitum, og spilar svo tvo leiki til viðbótar. Liðið spilar nefnilega aftur á laugardaginn, annað hvort í undanúrslitum eða í keppni um 5.-8. sæti, og lokaleikir mótsins eru svo á sunnudaginn þar sem endanlega verður spilað um sæti. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
HSÍ teflir fram landsliðum á fjórum stórmótum yngri landsliða í sumar. Kostnaður við mótin er mishár en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að vegna HM U21 karla þurfi leikmenn að útvega 300.000 krónur hver, af um hálfrar milljónar kostnaði sem þátttaka leikmanns í mótinu feli í sér. Róbert segir að sama þak hafi verið sett fyrir leikmenn allra yngri landsliðanna, það er að segja 300.000 krónur, þó að kostnaður við sum mót sé hærri en við önnur. Ferðalögin séu dýr og til að mynda hafi U21-landsliðið þurft að ferðast til Grikklands en það er nú komið til Berlínar í Þýskalandi vegna 8-liða úrslitanna gegn Portúgal á morgun. Geta safnað styrkjum hjá fyrirtækjum U19 landslið karla spilar á HM í Króatíu í ágúst, U19-landslið kvenna spilar á EM í Rúmeníu í júlí, og U17-landslið kvenna spilar á EM í Svartfjallalandi í ágúst, og því um talsverð ferðalög að ræða. Leikmenn geta safnað styrkjum til að vega upp á móti 300.000 króna kostnaðinum. Það gera þeir með því að safna styrkjum frá fyrirtækjum sem á móti fá merki sitt í þakklætisauglýsingu frá HSÍ eftir að mótunum lýkur. Róbert segir að í mörgum tilfellum takist leikmönnum að safna fyrir allri upphæðinni með þessum hætti. Þátttöku á mótunum fylgi hins vegar einnig vinnutap og fleira sem geri það strembið fyrir leikmenn að taka þátt. Langhæsta úthlutunin dugar skammt HSÍ fær langhæstu úthlutun sérsambanda úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2023, samkvæmt tilkynningu sjóðsins í janúar, eða 82,6 milljónir af þeim rúmu 500 milljónum sem úthlutað var. Sú upphæð dugar þó skammt eins og fyrr segir. Auk kostnaðar við yngri landslið þá sendi HSÍ eins og alþjóð veit karlalandsliðið á HM í Svíþjóð í janúar, og mun senda sama lið á EM í Þýskalandi í janúar. Þá sótti sambandið um boðssæti á HM kvenna sem fram fer á Norðurlöndum í desember, en ekki er ljóst hvaða þjóðir fá þau tvö boðssæti sem eru enn laus. Að minnsta kosti þrír leikir eftir í Berlín Íslenska U21-landsliðið heldur hins vegar áfram keppni sinni á HM í Berlín á morgun, kl. 13.45 að íslenskum tíma, með leik við Portúgal í 8-liða úrslitum, og spilar svo tvo leiki til viðbótar. Liðið spilar nefnilega aftur á laugardaginn, annað hvort í undanúrslitum eða í keppni um 5.-8. sæti, og lokaleikir mótsins eru svo á sunnudaginn þar sem endanlega verður spilað um sæti.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira