Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:31 Breiðablik er fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Vilhelm Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það. Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn