Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Hafdís Einarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar frá Sauðárkróki. Stöð 2 Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira