Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 13:35 „Ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“ Akureyri Félagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“
Akureyri Félagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira