Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 13:35 „Ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“ Akureyri Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“
Akureyri Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira