Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júní 2023 19:35 Anna Valdís Jónsdóttir er varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir/Dúi Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira