Blair gekk aftur í raðir Keflavíkur skömmu fyrir mót eftir að hafa spilað 15 leiki með liðinu í deild og bikar sumarið 2021.
Hann hefur hins vegar engan veginn staðið undir væntingum í ár og gengi Keflavíkur verið afleitt það sem af er sumri. Því var ákveðið að rifta samningi hans en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.
Keflavík situr sem stendur á botni Bestu deildar með aðeins 7 stig að loknum 11 umferðum, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Klukkan 19.15 mætast Keflavík og Fylkir en gestirnir sitja með 11 stig í 10. sæti. Leikurinn verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.