Isavia semur um uppbyggingu hleðslustöðva í Keflavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 13:17 Báðir aðilar lýsa yfir ánægju með samninginn um rafhleðslustöðvar en segja að um langtímasamning sé að ræða. Isavia Fulltrúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um uppsetningu á fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að um langtíma verkefni sé að ræða. Segir þar að nýjar hleðslustöðvar verði byggðar fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar. Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun þessa árs. „Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, deildarstjóra bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“ Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega. „Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“ Orkumál Keflavíkurflugvöllur Orkuskipti Bílastæði Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Segir þar að nýjar hleðslustöðvar verði byggðar fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar. Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun þessa árs. „Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, deildarstjóra bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“ Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega. „Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“
Orkumál Keflavíkurflugvöllur Orkuskipti Bílastæði Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira