„Draumur að rætast að fara til Englands og spila þar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 23:30 Arnór Sigurðsson leikur á Englandi á næstu leiktíð. Vísir/Stöð 2 Arnór Sigurðsson skrifaði í gær undir samning við Blackburn Rovers í ensku Championship deildinni. Svava Kristín hitti hann að máli í dag og ræddi við hann um félagaskiptin. Arnór Sigurðsson er að upplifa drauminn sem knattspyrnumaður að fá að spila á Englandi, en hann skrifaði undir eins árs lánssamning við Blackburn Rovers í gær. Möguleiki er á að samningurinn verði framlengdur að tímabilinu loknu. „Þetta er mjög spennandi, það er draumur að rætast að fara til Englands og spila þar. Ég er gríðarlega spenntur að byrja þetta,“ sagði Arnór þegar Svava Kristín hitti hann að máli á Akranesi í dag en þar er Arnór fæddur og uppalinn. Blackburn Rovers á sér ríka sögu í efstu deildum Englands en liðið hefur verið í næst efstu deild síðasta áratuginn. Liðið endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð en Arnór segir félagið horfa til ensku úrvalsdeildarinnar á næstu árum. „Ég talaði aðeins við Jóa Berg [Jóhann Berg Guðmundsson, leikmann Burnley] og hann sagði mér svolítið frá hvernig deildin er. Hann sagði að það væri engin spurning að spila á Englandi og að spila í þessari deild er bara geggjað.“ Arnór segir forráðamenn Blackburn stefna á ensku úrvalsdeildina. „Það hafa aldrei verið jafn mörg lið í Championship sem stefna á að fara upp í efstu deild eins og núna og Blackburn er eitt af þeim. Þeir spila mjög flottan fótbolta, halda boltanum og stjórna leikjum. Ég fann það strax í gær þegar ég hitti alla í kringum liðið að það er mjög mikil stemmning og allir peppaðir að fara inn í tímabilið,“ bætti Arnór við. Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræðir hann meðal annars veru sína hjá Norrköping í Svíþjóð sem og leiki íslenska landsliðsins gegn Slóvakíu og Portúgal. Klippa: Viðtal við Arnór Sigurðsson Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Arnór Sigurðsson er að upplifa drauminn sem knattspyrnumaður að fá að spila á Englandi, en hann skrifaði undir eins árs lánssamning við Blackburn Rovers í gær. Möguleiki er á að samningurinn verði framlengdur að tímabilinu loknu. „Þetta er mjög spennandi, það er draumur að rætast að fara til Englands og spila þar. Ég er gríðarlega spenntur að byrja þetta,“ sagði Arnór þegar Svava Kristín hitti hann að máli á Akranesi í dag en þar er Arnór fæddur og uppalinn. Blackburn Rovers á sér ríka sögu í efstu deildum Englands en liðið hefur verið í næst efstu deild síðasta áratuginn. Liðið endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð en Arnór segir félagið horfa til ensku úrvalsdeildarinnar á næstu árum. „Ég talaði aðeins við Jóa Berg [Jóhann Berg Guðmundsson, leikmann Burnley] og hann sagði mér svolítið frá hvernig deildin er. Hann sagði að það væri engin spurning að spila á Englandi og að spila í þessari deild er bara geggjað.“ Arnór segir forráðamenn Blackburn stefna á ensku úrvalsdeildina. „Það hafa aldrei verið jafn mörg lið í Championship sem stefna á að fara upp í efstu deild eins og núna og Blackburn er eitt af þeim. Þeir spila mjög flottan fótbolta, halda boltanum og stjórna leikjum. Ég fann það strax í gær þegar ég hitti alla í kringum liðið að það er mjög mikil stemmning og allir peppaðir að fara inn í tímabilið,“ bætti Arnór við. Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræðir hann meðal annars veru sína hjá Norrköping í Svíþjóð sem og leiki íslenska landsliðsins gegn Slóvakíu og Portúgal. Klippa: Viðtal við Arnór Sigurðsson
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira