Höldum okkur við staðreyndir um hvalveiðibannið Katrín Oddsdóttir skrifar 22. júní 2023 17:32 1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Katrín Oddsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun