Í tilkynningu er sagt frá afurðum samstarfsins í rannsóknum, kennslu og nýsköpun. Sem dæmi má nefna meistaranám í iðnaðarlíftækni, starfsþjálfun fyrir nýútskrifaða nemendur í hinum ýmsu raungreinum, rannsóknarverkefni innan vébanda Alvotech og þrjú málþing um nýsköpun, líftækni og lyfjafræði.
Nýr samstarfssamningur var undirritaður í dag við stutta athöfn í Aðalbyggingu HÍ. Jón Atli og Róbert segja báðir áframhaldandi samstarf Alvotech og Háskóla Íslands mikið ánægjuefni.