Lék á EM í fyrra en spriklar nú í strákabolta fyrir vestan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 07:31 Elín Metta Jensen er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Vísir/Vilhelm Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira