Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 12:24 Bandaríski geimfarinn Woody Hoburg í geimgöngu utan við Alþjóðlegu geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Reikna má með að virkni hvítra blóðkorna hafi minnkað hjá honum eftir komuna þangað. NASA/Frank Rubio Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum. Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum.
Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira