Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2023 06:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, vísar því á bug að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. „Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“ Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“
Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira