Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2023 22:57 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir mikilvægt að ríkið stígi inn á markaðinn til að koma á jafnvægi. Vísir/Sigurjón Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum. Á fundi í húsakynnum HMS tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, að hann hefði með reglugerðarbreytingu víkkað út viðmið á hlutdeildarlánum. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðmið um hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Breytingin var gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Í kvöldfréttum stöðvar 2 sagði Sigurður Ingi að með þessum áætlunum séu stjórnvöld að taka sér þýðingarmeiri stöðu á leigumarkaði. „Við erum auðvitað bara að reyna að búa hér til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði og það er algjörlega nauðsynlegt þar af leiðandi að ríkisvaldið taki sér ákveðna stöðu með sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á því að skipuleggja og að byggja í raun og veru íbúðir fyrir sína íbúa. Með því að gera samninga við sveitarfélögin, fá þessa sameiginlegu sýn og gera okkur grein fyrir hvað þarf að að byggja til tíu ára og stefna síðan að því og vinna markvisst, þá erum við að taka mjög stór skref í átt að því að búa til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að ríkið taki stöðu á markaðnum.“ Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna en sveitarfélög leggja til tæplega 1,8 milljarða króna framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna. Brothættur leigumarkaður En leigumarkaðurinn í núverandi mynd, myndirðu treysta þér til að lýsa honum eins og hann er í dag, í einlægni? „Hann er brothættur, alveg klárlega. Hann eru auðvitað ekkert mjög stór en stærsti hlutinn af honum er einstaklingsmarkaður, það er að segja fólk sem á sínar íbúðir og leigir kannski eina eða hugsanlega tvær á meðan í öðrum löndum er mjög stærri hluti einhvers konar leigufélög. Við erum að byggja, hið opinbera, yfir þennan afmarkaða hóp sem eru þá mjög tekjulágir og eignalitlir og tryggja þeim húsnæðisöryggi vegna þess að það held ég að skipti miklu máli í góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi Starfshópur vinnur nú að breytingum á húsaleigulögum sem miða að því að styrkja stöðu leigjenda og auka langtímaleigu. „En það er líka verið að skoða einhvers konar leigubremsu, einhverja útfærslu á því og ég á von á því að fá frumvarp núna inn í sumarið sem færi þá í samráðsgátt í sumar með það að markmiði að leggja það fram á þinginu í haust.“ Uppbygging hagkvæmu leiguíbúðanna er í öllum landshlutum. 70% íbúðanna verða á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni. Óleyfisbúseta til skoðunar Í erindi sínu á fundinum í dag sagði Sigurður Ingi að svokölluð óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði væri til skoðunar. „Við höfum veri ðmeð starfshópa að störfum, reyndar tvo, í kjölfarið á þessum hryllilega bruna á Bræðraborgarstíg og þeir hafa verið að koma með tillögur sem meðal annars lúta að breytingum á lögum og það er svona verið að stefna að því að fara þar inn með lagabreytingar og meðal annars skoða hvort við getum leyft með einhverjum hætti þessa óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði með það fyrir augum að tryggja að það sé eftirlit varðandi brunavarnir, heilnæmi og slíkt sem ekki er í dag.“ Sigurður segir að íbúðauppbygging sé lykilþáttur í að ná tökum á leigumarkaðnum en aðspurður segir Sigurður Ingi að uppbyggingin muni líka koma til með að liðka fyrir kjaraviðræðum með haustinu. „Við erum sannfærð um það, en eins og ég kom inn á í máli mínu þá er eina leiðin til að koma með almennilegt jafnvægi það er að auka framboð og það eru áskoranir við þessar efnahagsaðstæður og þess vegna skiptir máli að við tökum utan um verðbólguna og fáum lægri vexti sem fyrst og það er stærsta verkefni samtímans, og þannig stöðugleika í þjóðhagsbúskapnum því þá mun markaðurinn taka við sér og framleiða miklu meira en á meðan hann gerir það ekki þá ætlum við að taka miklu stærri skref þarna inni.“ Þetta er um það bil tvöföldun á því sem upphaflega var lagt upp með en er þetta nóg? „Þetta er allavega góður áfangi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Á fundi í húsakynnum HMS tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, að hann hefði með reglugerðarbreytingu víkkað út viðmið á hlutdeildarlánum. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðmið um hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Breytingin var gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Í kvöldfréttum stöðvar 2 sagði Sigurður Ingi að með þessum áætlunum séu stjórnvöld að taka sér þýðingarmeiri stöðu á leigumarkaði. „Við erum auðvitað bara að reyna að búa hér til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði og það er algjörlega nauðsynlegt þar af leiðandi að ríkisvaldið taki sér ákveðna stöðu með sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á því að skipuleggja og að byggja í raun og veru íbúðir fyrir sína íbúa. Með því að gera samninga við sveitarfélögin, fá þessa sameiginlegu sýn og gera okkur grein fyrir hvað þarf að að byggja til tíu ára og stefna síðan að því og vinna markvisst, þá erum við að taka mjög stór skref í átt að því að búa til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að ríkið taki stöðu á markaðnum.“ Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna en sveitarfélög leggja til tæplega 1,8 milljarða króna framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna. Brothættur leigumarkaður En leigumarkaðurinn í núverandi mynd, myndirðu treysta þér til að lýsa honum eins og hann er í dag, í einlægni? „Hann er brothættur, alveg klárlega. Hann eru auðvitað ekkert mjög stór en stærsti hlutinn af honum er einstaklingsmarkaður, það er að segja fólk sem á sínar íbúðir og leigir kannski eina eða hugsanlega tvær á meðan í öðrum löndum er mjög stærri hluti einhvers konar leigufélög. Við erum að byggja, hið opinbera, yfir þennan afmarkaða hóp sem eru þá mjög tekjulágir og eignalitlir og tryggja þeim húsnæðisöryggi vegna þess að það held ég að skipti miklu máli í góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi Starfshópur vinnur nú að breytingum á húsaleigulögum sem miða að því að styrkja stöðu leigjenda og auka langtímaleigu. „En það er líka verið að skoða einhvers konar leigubremsu, einhverja útfærslu á því og ég á von á því að fá frumvarp núna inn í sumarið sem færi þá í samráðsgátt í sumar með það að markmiði að leggja það fram á þinginu í haust.“ Uppbygging hagkvæmu leiguíbúðanna er í öllum landshlutum. 70% íbúðanna verða á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni. Óleyfisbúseta til skoðunar Í erindi sínu á fundinum í dag sagði Sigurður Ingi að svokölluð óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði væri til skoðunar. „Við höfum veri ðmeð starfshópa að störfum, reyndar tvo, í kjölfarið á þessum hryllilega bruna á Bræðraborgarstíg og þeir hafa verið að koma með tillögur sem meðal annars lúta að breytingum á lögum og það er svona verið að stefna að því að fara þar inn með lagabreytingar og meðal annars skoða hvort við getum leyft með einhverjum hætti þessa óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði með það fyrir augum að tryggja að það sé eftirlit varðandi brunavarnir, heilnæmi og slíkt sem ekki er í dag.“ Sigurður segir að íbúðauppbygging sé lykilþáttur í að ná tökum á leigumarkaðnum en aðspurður segir Sigurður Ingi að uppbyggingin muni líka koma til með að liðka fyrir kjaraviðræðum með haustinu. „Við erum sannfærð um það, en eins og ég kom inn á í máli mínu þá er eina leiðin til að koma með almennilegt jafnvægi það er að auka framboð og það eru áskoranir við þessar efnahagsaðstæður og þess vegna skiptir máli að við tökum utan um verðbólguna og fáum lægri vexti sem fyrst og það er stærsta verkefni samtímans, og þannig stöðugleika í þjóðhagsbúskapnum því þá mun markaðurinn taka við sér og framleiða miklu meira en á meðan hann gerir það ekki þá ætlum við að taka miklu stærri skref þarna inni.“ Þetta er um það bil tvöföldun á því sem upphaflega var lagt upp með en er þetta nóg? „Þetta er allavega góður áfangi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29