Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2023 22:57 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir mikilvægt að ríkið stígi inn á markaðinn til að koma á jafnvægi. Vísir/Sigurjón Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum. Á fundi í húsakynnum HMS tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, að hann hefði með reglugerðarbreytingu víkkað út viðmið á hlutdeildarlánum. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðmið um hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Breytingin var gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Í kvöldfréttum stöðvar 2 sagði Sigurður Ingi að með þessum áætlunum séu stjórnvöld að taka sér þýðingarmeiri stöðu á leigumarkaði. „Við erum auðvitað bara að reyna að búa hér til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði og það er algjörlega nauðsynlegt þar af leiðandi að ríkisvaldið taki sér ákveðna stöðu með sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á því að skipuleggja og að byggja í raun og veru íbúðir fyrir sína íbúa. Með því að gera samninga við sveitarfélögin, fá þessa sameiginlegu sýn og gera okkur grein fyrir hvað þarf að að byggja til tíu ára og stefna síðan að því og vinna markvisst, þá erum við að taka mjög stór skref í átt að því að búa til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að ríkið taki stöðu á markaðnum.“ Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna en sveitarfélög leggja til tæplega 1,8 milljarða króna framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna. Brothættur leigumarkaður En leigumarkaðurinn í núverandi mynd, myndirðu treysta þér til að lýsa honum eins og hann er í dag, í einlægni? „Hann er brothættur, alveg klárlega. Hann eru auðvitað ekkert mjög stór en stærsti hlutinn af honum er einstaklingsmarkaður, það er að segja fólk sem á sínar íbúðir og leigir kannski eina eða hugsanlega tvær á meðan í öðrum löndum er mjög stærri hluti einhvers konar leigufélög. Við erum að byggja, hið opinbera, yfir þennan afmarkaða hóp sem eru þá mjög tekjulágir og eignalitlir og tryggja þeim húsnæðisöryggi vegna þess að það held ég að skipti miklu máli í góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi Starfshópur vinnur nú að breytingum á húsaleigulögum sem miða að því að styrkja stöðu leigjenda og auka langtímaleigu. „En það er líka verið að skoða einhvers konar leigubremsu, einhverja útfærslu á því og ég á von á því að fá frumvarp núna inn í sumarið sem færi þá í samráðsgátt í sumar með það að markmiði að leggja það fram á þinginu í haust.“ Uppbygging hagkvæmu leiguíbúðanna er í öllum landshlutum. 70% íbúðanna verða á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni. Óleyfisbúseta til skoðunar Í erindi sínu á fundinum í dag sagði Sigurður Ingi að svokölluð óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði væri til skoðunar. „Við höfum veri ðmeð starfshópa að störfum, reyndar tvo, í kjölfarið á þessum hryllilega bruna á Bræðraborgarstíg og þeir hafa verið að koma með tillögur sem meðal annars lúta að breytingum á lögum og það er svona verið að stefna að því að fara þar inn með lagabreytingar og meðal annars skoða hvort við getum leyft með einhverjum hætti þessa óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði með það fyrir augum að tryggja að það sé eftirlit varðandi brunavarnir, heilnæmi og slíkt sem ekki er í dag.“ Sigurður segir að íbúðauppbygging sé lykilþáttur í að ná tökum á leigumarkaðnum en aðspurður segir Sigurður Ingi að uppbyggingin muni líka koma til með að liðka fyrir kjaraviðræðum með haustinu. „Við erum sannfærð um það, en eins og ég kom inn á í máli mínu þá er eina leiðin til að koma með almennilegt jafnvægi það er að auka framboð og það eru áskoranir við þessar efnahagsaðstæður og þess vegna skiptir máli að við tökum utan um verðbólguna og fáum lægri vexti sem fyrst og það er stærsta verkefni samtímans, og þannig stöðugleika í þjóðhagsbúskapnum því þá mun markaðurinn taka við sér og framleiða miklu meira en á meðan hann gerir það ekki þá ætlum við að taka miklu stærri skref þarna inni.“ Þetta er um það bil tvöföldun á því sem upphaflega var lagt upp með en er þetta nóg? „Þetta er allavega góður áfangi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Á fundi í húsakynnum HMS tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, að hann hefði með reglugerðarbreytingu víkkað út viðmið á hlutdeildarlánum. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðmið um hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Breytingin var gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Í kvöldfréttum stöðvar 2 sagði Sigurður Ingi að með þessum áætlunum séu stjórnvöld að taka sér þýðingarmeiri stöðu á leigumarkaði. „Við erum auðvitað bara að reyna að búa hér til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði og það er algjörlega nauðsynlegt þar af leiðandi að ríkisvaldið taki sér ákveðna stöðu með sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á því að skipuleggja og að byggja í raun og veru íbúðir fyrir sína íbúa. Með því að gera samninga við sveitarfélögin, fá þessa sameiginlegu sýn og gera okkur grein fyrir hvað þarf að að byggja til tíu ára og stefna síðan að því og vinna markvisst, þá erum við að taka mjög stór skref í átt að því að búa til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að ríkið taki stöðu á markaðnum.“ Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna en sveitarfélög leggja til tæplega 1,8 milljarða króna framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna. Brothættur leigumarkaður En leigumarkaðurinn í núverandi mynd, myndirðu treysta þér til að lýsa honum eins og hann er í dag, í einlægni? „Hann er brothættur, alveg klárlega. Hann eru auðvitað ekkert mjög stór en stærsti hlutinn af honum er einstaklingsmarkaður, það er að segja fólk sem á sínar íbúðir og leigir kannski eina eða hugsanlega tvær á meðan í öðrum löndum er mjög stærri hluti einhvers konar leigufélög. Við erum að byggja, hið opinbera, yfir þennan afmarkaða hóp sem eru þá mjög tekjulágir og eignalitlir og tryggja þeim húsnæðisöryggi vegna þess að það held ég að skipti miklu máli í góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi Starfshópur vinnur nú að breytingum á húsaleigulögum sem miða að því að styrkja stöðu leigjenda og auka langtímaleigu. „En það er líka verið að skoða einhvers konar leigubremsu, einhverja útfærslu á því og ég á von á því að fá frumvarp núna inn í sumarið sem færi þá í samráðsgátt í sumar með það að markmiði að leggja það fram á þinginu í haust.“ Uppbygging hagkvæmu leiguíbúðanna er í öllum landshlutum. 70% íbúðanna verða á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni. Óleyfisbúseta til skoðunar Í erindi sínu á fundinum í dag sagði Sigurður Ingi að svokölluð óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði væri til skoðunar. „Við höfum veri ðmeð starfshópa að störfum, reyndar tvo, í kjölfarið á þessum hryllilega bruna á Bræðraborgarstíg og þeir hafa verið að koma með tillögur sem meðal annars lúta að breytingum á lögum og það er svona verið að stefna að því að fara þar inn með lagabreytingar og meðal annars skoða hvort við getum leyft með einhverjum hætti þessa óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði með það fyrir augum að tryggja að það sé eftirlit varðandi brunavarnir, heilnæmi og slíkt sem ekki er í dag.“ Sigurður segir að íbúðauppbygging sé lykilþáttur í að ná tökum á leigumarkaðnum en aðspurður segir Sigurður Ingi að uppbyggingin muni líka koma til með að liðka fyrir kjaraviðræðum með haustinu. „Við erum sannfærð um það, en eins og ég kom inn á í máli mínu þá er eina leiðin til að koma með almennilegt jafnvægi það er að auka framboð og það eru áskoranir við þessar efnahagsaðstæður og þess vegna skiptir máli að við tökum utan um verðbólguna og fáum lægri vexti sem fyrst og það er stærsta verkefni samtímans, og þannig stöðugleika í þjóðhagsbúskapnum því þá mun markaðurinn taka við sér og framleiða miklu meira en á meðan hann gerir það ekki þá ætlum við að taka miklu stærri skref þarna inni.“ Þetta er um það bil tvöföldun á því sem upphaflega var lagt upp með en er þetta nóg? „Þetta er allavega góður áfangi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29