Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 14:32 Sutlej-áin í Himachal Pradesh-ríki í Indlandi. Talið er að rennsli í jökulám fari vaxandi fram á miðja öldina en svo dvínandi eftir það. AP/Ashwini Bhatia Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu. Himalaja- og Hindu Kush-fjallgarðarnir teygja sig um 3.500 kílómetra í gegnum Afganistan, Bangladess, Bútan, Kína, Indland, Búrma, Nepal og Pakistan. Svæðið er stundum kallað „þriðji póllinn“ því fjallajöklarnir og fannbreiðurnar þar geyma meira ferskvatn en nokkur annar staður á jörðinni utan pólanna tveggja. Alþjóðlegur hópur vísindamanna frá ICIMOD í Katmandú í Nepal segir að hert hafi á bráðnun jökla í fjallgörðunum. Þannig hafi ís bráðnað 65 prósent hraðar á öðrum áratug þessarar aldar en á þeim fyrsta. Við 1,5-2 gráður hlýnun gætu jöklarnir rýrnað um þrjátíu til fimmtíu prósent fyrir aldamót samkvæmt skýrslu stofnunarinnar. Nái hlýnunin þremur gráðum, eins og hún stefnir í ef ekki verður dregið frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, gætu sumir jöklar í austanverðum Himalajafjöllum misst allt að sjötíu og fimm prósent af rúmmáli sínu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hátt í tveir milljarða manna reiða sig á vatnið Niðurstöðurnar eru slæmar fréttir fyrir þær milljónir manna sem búa í eða við fjallgarðana miklu. Áætlað er að rennsli í tólf fljótum á svæðinu nái hámarki um miðja öldina en síðan dvína, þar á meðal í Ganges, Indus og Mekong. Um 240 milljónir manna sem búa í fjöllunum og um 1,6 milljarðar til viðbótar neðar við árnar í sextán löndum reiða sig á vatnið úr þeim. Jafnvel þó að rennslið aukist næstu áratugina er talið að það birtist frekar í auknum flóðum frekar en stöðugu rennsli. Mörg fjallaþorp reiða sig á jökulvatn og snjóbráð til þess að vökva ræktarland. Það er ekki aðeins flóðahætta sem steðjar af bráðnandi jöklum. Þeir skilja eftir sig jökullón sem geta flætt yfir barma sína og valdið flóðum niður fjalladali. AP-fréttastofan segir að tvö hundruð jökullón séu nú talin hættuleg. Skriðuhætta er einnig talin farin vaxandi. Skýrsluhöfundar segja að breytingar á jöklum, sífrera og snjóbreiðu á svæðinu séu fordæmalausar og að miklu leyti óafturkræfar. Skaðlegra áhrif hlýnunar er þegar farið að gæta í fjöllunum. Fyrr á þessu ári þurfti að rýma fjallabæinn Joshimath á Indlandi þegar hann byrjaði að síga. Fugl lætur sig svífa fyrir framan Everest-fjall, hæsta fjall jarðar.AP/Niranjan Shrestha Njósnamyndir bæta upp fyrir stutta mæliröð Rannsóknir á jöklum í Himalajafjöllum hafa liðið fyrir að þær ná mun skemur aftur í tímann en í Ölpunum eða Klettafjöllum í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld hjálpuðu til með því að aflétta leynd af myndum njósnagervihnatta af jöklum í Himalaja allt frá árinu 1970 fyrir fjórum árum. Skýrsla ICIMOD byggir meðal annars á þeim gögnum. „Þó að þekking á Himalajajöklum jafnist enn ekki á við Alpana þá er hún nú sambærileg við önnur svæði eins og Andesfjöll,“ segir Tobias Bolch, jöklafræðingur við Tækniháskólann í Graz í Austurríki, við Reuters-fréttastofuna. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. 4. febrúar 2019 13:45 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Himalaja- og Hindu Kush-fjallgarðarnir teygja sig um 3.500 kílómetra í gegnum Afganistan, Bangladess, Bútan, Kína, Indland, Búrma, Nepal og Pakistan. Svæðið er stundum kallað „þriðji póllinn“ því fjallajöklarnir og fannbreiðurnar þar geyma meira ferskvatn en nokkur annar staður á jörðinni utan pólanna tveggja. Alþjóðlegur hópur vísindamanna frá ICIMOD í Katmandú í Nepal segir að hert hafi á bráðnun jökla í fjallgörðunum. Þannig hafi ís bráðnað 65 prósent hraðar á öðrum áratug þessarar aldar en á þeim fyrsta. Við 1,5-2 gráður hlýnun gætu jöklarnir rýrnað um þrjátíu til fimmtíu prósent fyrir aldamót samkvæmt skýrslu stofnunarinnar. Nái hlýnunin þremur gráðum, eins og hún stefnir í ef ekki verður dregið frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, gætu sumir jöklar í austanverðum Himalajafjöllum misst allt að sjötíu og fimm prósent af rúmmáli sínu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hátt í tveir milljarða manna reiða sig á vatnið Niðurstöðurnar eru slæmar fréttir fyrir þær milljónir manna sem búa í eða við fjallgarðana miklu. Áætlað er að rennsli í tólf fljótum á svæðinu nái hámarki um miðja öldina en síðan dvína, þar á meðal í Ganges, Indus og Mekong. Um 240 milljónir manna sem búa í fjöllunum og um 1,6 milljarðar til viðbótar neðar við árnar í sextán löndum reiða sig á vatnið úr þeim. Jafnvel þó að rennslið aukist næstu áratugina er talið að það birtist frekar í auknum flóðum frekar en stöðugu rennsli. Mörg fjallaþorp reiða sig á jökulvatn og snjóbráð til þess að vökva ræktarland. Það er ekki aðeins flóðahætta sem steðjar af bráðnandi jöklum. Þeir skilja eftir sig jökullón sem geta flætt yfir barma sína og valdið flóðum niður fjalladali. AP-fréttastofan segir að tvö hundruð jökullón séu nú talin hættuleg. Skriðuhætta er einnig talin farin vaxandi. Skýrsluhöfundar segja að breytingar á jöklum, sífrera og snjóbreiðu á svæðinu séu fordæmalausar og að miklu leyti óafturkræfar. Skaðlegra áhrif hlýnunar er þegar farið að gæta í fjöllunum. Fyrr á þessu ári þurfti að rýma fjallabæinn Joshimath á Indlandi þegar hann byrjaði að síga. Fugl lætur sig svífa fyrir framan Everest-fjall, hæsta fjall jarðar.AP/Niranjan Shrestha Njósnamyndir bæta upp fyrir stutta mæliröð Rannsóknir á jöklum í Himalajafjöllum hafa liðið fyrir að þær ná mun skemur aftur í tímann en í Ölpunum eða Klettafjöllum í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld hjálpuðu til með því að aflétta leynd af myndum njósnagervihnatta af jöklum í Himalaja allt frá árinu 1970 fyrir fjórum árum. Skýrsla ICIMOD byggir meðal annars á þeim gögnum. „Þó að þekking á Himalajajöklum jafnist enn ekki á við Alpana þá er hún nú sambærileg við önnur svæði eins og Andesfjöll,“ segir Tobias Bolch, jöklafræðingur við Tækniháskólann í Graz í Austurríki, við Reuters-fréttastofuna.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. 4. febrúar 2019 13:45 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. 4. febrúar 2019 13:45
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45