Barátta kvenna Hólmfríður Árnadótti skrifar 19. júní 2023 20:22 Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun