Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júní 2023 16:00 Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu á síðasta ári. EPA Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum. Loftslagsmál Veður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum.
Loftslagsmál Veður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira