Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru teknar niður Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júní 2023 21:38 „Sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins vitleysu,“ segir íbúi í Seljahverfi um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla niður yfir sumartímann. einar guttormsson Körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla í Reykjavík voru teknar niður í dag, á hápunkti sumarsins, vegna kvartana íbúa. Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira