Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2023 12:24 Þriggja daga þjóðarsorg ríkir í Grikklandi. AP Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01
Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30
Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50