Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2023 23:59 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir Breta varpa frá sér ábyrgðinni á árekstri á Heathrow-flugvelli yfir á Icelandair. Þeir sem beri raunverulega ábyrgð á slysinu séu stjórnendur Heathrow-flugvallar vegna óskýrra verkferla og samskiptaleysis starfsmanna á jörðu niðri. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow þegar vængur flugvélar Korean Air rakst í hliðarstýri á stéli þotunnar. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélar Icelandair skemmdist og vinstri vængur flugvélar Korean Air einnig. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi sagði að áreksturinn hefði verið tilkominn af því flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði. Frumorsök slyssins hafi þó verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Sjá einnig: Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Haukur Reynisson, rekstrarstjóri Icelandair, hefur aðra sögu að segja af atvikinu og segir skýrsluhöfunda ekki taka sjónarmið Icelandair um óskýrt og óaðgengilegt verklag flugvallarins til greina. Samskiptaleysi starfsmanna á jörðinni hafi valdið árekstrinum. Athugasemdir flugrekenda ekki teknar til greina „Skýrslur eru skýrslur og það er hægt að lesa ýmislegt út úr þeim. Þegar rannsóknarskýrslur er gerðar eru athugasemdir flugrekenda ekki alltaf teknar til greina,“ sagði Haukur um skýrsluna í samtali við Vísi. Haukur segir skýrsluhöfunda benda á að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi beygt af miðlínu inn á stæði án þess að leiðbeiningarkerfi væri virkt. Samkvæmt verklagi flugvallarins eigi ekki að beygja inn í stæði fyrr en kerfið fari í gang. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir verkferla á Heathrow-flugvelli einstaka og mjög óskýra. „Ábending okkar til rannsóknarnefndar var sú að þetta verklag væri gallað að því leytinu til að það sem gerist víða á flugvöllum erlendis er að þegar flugvélum er beygt inn á stæði er mjög algengt að það slokknar á kerfunum, það kemur rafmagnsútsláttur eða þau bila í einhverjar sekúndur eða mínútur,“ segir Haukur. „Í Heathrow er það þannig að ef þú myndir fylgja verklaginu sem þeir leggja til þá getur staðan verið sú að þú ert búinn að beygja inn á stæði, fylgir þessu verklagi algjörlega eftir, en verður samt að stoppa, þú getur ekki bakkað flugvélina. Það er okkar ábending til þeirra,“ segir hann. Korean Air sé bótaskylt gagnvart Icelandair „Annað sem kemur ekki fram í skýrslunni er að flugvélin okkar er kyrrstæð. Grunnreglan á flugvöllum er að ef þú ert með kyrrstæða flugvél og það er eitthvað sem ekur á þig, hvort sem það er farangursbíll, önnur tæki á vellinum eða flugvélar, þá ert þú í fullum rétti,“ segir Haukur. „Ef þú horfir á þetta út frá bótaskyldu þá er hitt flugfélagið að fara að bæta okkur allt tjónið.“ Haukur segir Icelandair ekki bótaskylt vegna atviksins enda hafi vélin verið kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað.Arnar Halldórsson Hvers vegna taka þau ekki gilt að þið hafið verið kyrrstæð? „Rannsóknarnefndin horfir á þetta út frá verklagi flugvallarins. Þetta verklag sem þeir vísa í er í svokölluðum AIP, Aeronautical Information Publication, frá Heathrow en þetta verklag var mjög óskýrt í bókinni,“ segir Haukur. „Þegar við fórum að spyrja okkar starfsmenn hvort þeir væru meðvitaðir um þetta verklag þá var verklagið það óskýrt að mjög margir voru ekki meðvitaðir um það,“ segir hann og bætir við „Það sem við gerðum eftir þetta atvik er að við settum þetta í okkar bækur til að vekja sérstaka athygli á þessu.“ „Enginn flugvöllur sem við fljúgum inn á er með þetta verklag sem gerir það að verkum að okkar starfsmenn, eiga erfitt með að átta sig á því að þetta sé með þessum hætti á Heathrow-flugvelli,“ segir hann. Bretarnir varpi sökinni frá sér Haukur segir að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi, ólíkt því sem segir í skýrslunni, haft samband við fulltrúa starfsmanna á jörðu niðri. Samskiptaleysi milli starfsmanna á jörðu niðri hafi síðan leitt til slyssins. „Síðan er talað um í skýrslunni að flugstjórinn hafi ekki haft samband við ground-bylgju, til þess að vara við því að hann væri ekki kominn alveg inn á stæðið,“ segir Haukur. „En það kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni að flugstjórinn talar við handling-agent, sem sér um að höndla flugvélarnar og hann talar við grundina, batterýið sem stýrir umferðinni á jörðinni, sem kallar til svokallaðan marshaller, sem er sá sem vísar flugvélinni inn á stæðið.“ „Marshaller-inn er starfsmaður grounds þannig það virðist vera samskiptaskortur milli grounds og þeirra eigin starfsmanna. Sá aðili hefði líka átt að láta grundina vita af því að vélin væri ekki komin inn á stæðið,“ segir Haukur um ábyrgð grundar-starfsmanna. „Það er aðeins skautað fram hjá því að ábyrgðin er ekki alfarið flugmannanna. Bretarnir ákveða að vísa þessu á útlendingana en ekki sjálfa sig.“ Þannig ykkur finnst halla á ykkur í þessum úrskurði. „Já, okkur finnst það að mörgu leyti,“ segir Haukur. „Við fáum þetta bætt“ Haukur segir stærstu þættina í málinu vera bótaréttinn, samskiptaleysi vallarstarfsmanna og óskýrt verklag. Bótaskylda Korean Air sé nánast staðfest. „Stærstu punktarnir finnst mér að það vantar að koma á samskiptum, sem þegar voru komin á, frá marshallnum til ground-bylgjunnar þannig að hún hefði getað haft áhrif á akstur hinnar vélarinnar, verklagið sem Heathrow-flugvöllur notar er óskýrt og óaðgengilegt í þeirra upplýsingariti og niðurstöður bótaréttar, við fáum þetta bætt,“ segir Haukur. Það er búið að staðfesta að þið fáið þetta bætt? „Það er nánast staðfest, mér sýnist á öllu að það endi þannig að bótaskyldan verði hins félagsins af því við erum með kyrrstæða vél,“ segir hann. Icelandair Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow þegar vængur flugvélar Korean Air rakst í hliðarstýri á stéli þotunnar. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélar Icelandair skemmdist og vinstri vængur flugvélar Korean Air einnig. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi sagði að áreksturinn hefði verið tilkominn af því flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði. Frumorsök slyssins hafi þó verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Sjá einnig: Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Haukur Reynisson, rekstrarstjóri Icelandair, hefur aðra sögu að segja af atvikinu og segir skýrsluhöfunda ekki taka sjónarmið Icelandair um óskýrt og óaðgengilegt verklag flugvallarins til greina. Samskiptaleysi starfsmanna á jörðinni hafi valdið árekstrinum. Athugasemdir flugrekenda ekki teknar til greina „Skýrslur eru skýrslur og það er hægt að lesa ýmislegt út úr þeim. Þegar rannsóknarskýrslur er gerðar eru athugasemdir flugrekenda ekki alltaf teknar til greina,“ sagði Haukur um skýrsluna í samtali við Vísi. Haukur segir skýrsluhöfunda benda á að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi beygt af miðlínu inn á stæði án þess að leiðbeiningarkerfi væri virkt. Samkvæmt verklagi flugvallarins eigi ekki að beygja inn í stæði fyrr en kerfið fari í gang. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir verkferla á Heathrow-flugvelli einstaka og mjög óskýra. „Ábending okkar til rannsóknarnefndar var sú að þetta verklag væri gallað að því leytinu til að það sem gerist víða á flugvöllum erlendis er að þegar flugvélum er beygt inn á stæði er mjög algengt að það slokknar á kerfunum, það kemur rafmagnsútsláttur eða þau bila í einhverjar sekúndur eða mínútur,“ segir Haukur. „Í Heathrow er það þannig að ef þú myndir fylgja verklaginu sem þeir leggja til þá getur staðan verið sú að þú ert búinn að beygja inn á stæði, fylgir þessu verklagi algjörlega eftir, en verður samt að stoppa, þú getur ekki bakkað flugvélina. Það er okkar ábending til þeirra,“ segir hann. Korean Air sé bótaskylt gagnvart Icelandair „Annað sem kemur ekki fram í skýrslunni er að flugvélin okkar er kyrrstæð. Grunnreglan á flugvöllum er að ef þú ert með kyrrstæða flugvél og það er eitthvað sem ekur á þig, hvort sem það er farangursbíll, önnur tæki á vellinum eða flugvélar, þá ert þú í fullum rétti,“ segir Haukur. „Ef þú horfir á þetta út frá bótaskyldu þá er hitt flugfélagið að fara að bæta okkur allt tjónið.“ Haukur segir Icelandair ekki bótaskylt vegna atviksins enda hafi vélin verið kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað.Arnar Halldórsson Hvers vegna taka þau ekki gilt að þið hafið verið kyrrstæð? „Rannsóknarnefndin horfir á þetta út frá verklagi flugvallarins. Þetta verklag sem þeir vísa í er í svokölluðum AIP, Aeronautical Information Publication, frá Heathrow en þetta verklag var mjög óskýrt í bókinni,“ segir Haukur. „Þegar við fórum að spyrja okkar starfsmenn hvort þeir væru meðvitaðir um þetta verklag þá var verklagið það óskýrt að mjög margir voru ekki meðvitaðir um það,“ segir hann og bætir við „Það sem við gerðum eftir þetta atvik er að við settum þetta í okkar bækur til að vekja sérstaka athygli á þessu.“ „Enginn flugvöllur sem við fljúgum inn á er með þetta verklag sem gerir það að verkum að okkar starfsmenn, eiga erfitt með að átta sig á því að þetta sé með þessum hætti á Heathrow-flugvelli,“ segir hann. Bretarnir varpi sökinni frá sér Haukur segir að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi, ólíkt því sem segir í skýrslunni, haft samband við fulltrúa starfsmanna á jörðu niðri. Samskiptaleysi milli starfsmanna á jörðu niðri hafi síðan leitt til slyssins. „Síðan er talað um í skýrslunni að flugstjórinn hafi ekki haft samband við ground-bylgju, til þess að vara við því að hann væri ekki kominn alveg inn á stæðið,“ segir Haukur. „En það kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni að flugstjórinn talar við handling-agent, sem sér um að höndla flugvélarnar og hann talar við grundina, batterýið sem stýrir umferðinni á jörðinni, sem kallar til svokallaðan marshaller, sem er sá sem vísar flugvélinni inn á stæðið.“ „Marshaller-inn er starfsmaður grounds þannig það virðist vera samskiptaskortur milli grounds og þeirra eigin starfsmanna. Sá aðili hefði líka átt að láta grundina vita af því að vélin væri ekki komin inn á stæðið,“ segir Haukur um ábyrgð grundar-starfsmanna. „Það er aðeins skautað fram hjá því að ábyrgðin er ekki alfarið flugmannanna. Bretarnir ákveða að vísa þessu á útlendingana en ekki sjálfa sig.“ Þannig ykkur finnst halla á ykkur í þessum úrskurði. „Já, okkur finnst það að mörgu leyti,“ segir Haukur. „Við fáum þetta bætt“ Haukur segir stærstu þættina í málinu vera bótaréttinn, samskiptaleysi vallarstarfsmanna og óskýrt verklag. Bótaskylda Korean Air sé nánast staðfest. „Stærstu punktarnir finnst mér að það vantar að koma á samskiptum, sem þegar voru komin á, frá marshallnum til ground-bylgjunnar þannig að hún hefði getað haft áhrif á akstur hinnar vélarinnar, verklagið sem Heathrow-flugvöllur notar er óskýrt og óaðgengilegt í þeirra upplýsingariti og niðurstöður bótaréttar, við fáum þetta bætt,“ segir Haukur. Það er búið að staðfesta að þið fáið þetta bætt? „Það er nánast staðfest, mér sýnist á öllu að það endi þannig að bótaskyldan verði hins félagsins af því við erum með kyrrstæða vél,“ segir hann.
Icelandair Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent