Tæp fjórtán hundruð mótmæla mögulegri lokun Tjarnarbíós Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 19:00 Guðmundur Felixson leikari hóf undirskriftasöfnun í dag vegna mögulegrar lokunar Tjarnarbíós. Stöð 2 Alls hafa tæp 1.400 skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknum stuðningi við Tjarnarbíó en í vikunni var greint frá því að fái leikhúsið ekki meira fjármagn og húsnæðið stækkað verði þau að skella í lás í haust. Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér. Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér.
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum