„Veldur greindarskerðingu sem ekki verður tekin til baka“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 16:55 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum ræddi áhrif málma á taugakerfi barna. Samsett/Aðsent/Getty Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi. Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum. Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir umbótum vegna konu sem hefur verið í einangrun frá því í september Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum.
Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir umbótum vegna konu sem hefur verið í einangrun frá því í september Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira